Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 23

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 23
Preslafélagsriliö. Hvað er kristindómur? 19 svo úr spurningunni, að allir menn á öllum tímum hefðu get- að leitt spurninguna hjá sér, hefði það verið sönnun fyrir því, að kristindómurinn væri ekki það sem hann hefir verið talinn að vera — hinn algeri átrúnaður, hinn trúarlegi sannleikur í sinni algeru mynd. Til þess að fá greitt úr þessari miklu spurningu, mætti virð- ast, að beinast lægi við að spyrja nýja testamentið. En svarið er þar alls ekki svo á takteinum, sem margur kynni að ætla. Því að n.t. er ekki nein kenslubók í trúfræði, heldur vitnisburður frúaðra lærisveina um Krist. Þar koma fram ólíkir skoðanahættir, svo að menn hafa jafnvel getað talað um kristindóm Páls, kristindóm Jóhannesar, kristindóm Jak- obs og kristindóm elztu guðspjallanna þriggja, svo sem ólíkar stærðir, og er þó lifandi lærisveinsafstaða til Jesú Krists sameiginlegt einkenni þessara höfunda allra. Skoði eg spurn- inguna í ljósi kirkjusögunnar, verður sama upp á teningnum, svörin þar svo sundurleit og sitt með hverju mótinu, að lítil leiðbeining er að því fyrir oss, er vér viljum fá ákveðið svar við spurningu vorri, nema vér séum fyrir fram fastákveðnir í að hlíta úrskurði þess, er þar verður fyrst fyrir oss, og að virða að vettugi skoðanir annara. Lítum vér því næst til höfuðdeilda kirkjunnar í von um að fá þar svarið, fer á sömu leið. Svörin verða sitt með hverju mótinu. Hver þeirra um sig bendir á sínar sérstöku játningar segjandi: Hér er gerð grein fyrir hinum sanna kristindómi, þ. e. kristindóminum í sinni upphaflegu mynd og rétta eðli. Katólskir menn mundu benda oss á kirkjuna, hina óskeikulu, guðdómlegu stofnun, og segja: Kristindómurinn er trúin á heil- aga, almenna kirkju, svo sem hina miklu hjálpræðisstofnun Guðs, sem utan vébanda hennar enginn fær höndlað hinn guðdómlega sannleika, og þá ekki heldur hið guðlega náðar- hjálpræði. Kristinn er sá, sem trúir á hina heilögu, almennu kirkju og geldur jákvæði öllu því, sem hún kennir og krefst. Þessu svari hafna mótmælendur einum rómi, en án þess þó sjálfir að geta orðið fyllilega sammála um svarið. Lengst af hefir kristindómurinn innan mótmælenda-kirknanna verið fólg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Prestafélagsritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.