Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 26
22
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
merkir þessi alfullkomleiki kristindómsins engan veginn, að
þar sé að ræða um fullkomið kerfi yfirnáttúrlegrar þekkingar,
trúar-þekkingar, sem allir þeir, er uppi voru fyrir daga Krists,
hafi orðið að fara á mis við og einvörðungu hafi veizt kristn-
um mönnum. Hér er þess sem sé vel að minnast, að trúar-
þekkingin er ekki neinn óbrigðull mælikvarði í þessu sam-
bandi. Kristinn maður er alls ekki sá sem fylsta hafi þekk-
inguna á yfirnáttúrlegum og yfirskynjanlegum efnum. Slík
skilgreining næði blátt áfram engri átt. Eins og til eru mjög
upplýstir menn kristnir, eins eru ekki síður til mjög fáfróðir
menn kristnir. Og þó eru báðir kristnir, þegar miðað er við
meginreglu, sem ekki er bundin við mentunarstig þeirra. Hér
við bætist svo, að enginn kristinn maður getur hrósað sér af
að vera fullkominn í þekkingu sinni. Þegar ræða er um víðtæki
þekkingar vorrar. mega jafnvel hinir hámentuðustu í andleg-
um efnum taka sér í munn orð postulans um »þekkinguna,
sem er í molum«, og mundu líka fúsir gera það. Um hin guð-
dómlegu efni, þetta sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki
og ekki hefir komið upp í nokkurs manns hugskoti, á það,
sannast talað, ávalt heima, að vér sjáum það aðeins »svo sem
í skuggsjá í óljósri mynd«.
Og þó efast þeir ekki um, að kristindómurinn sé hin al-
gera trú.
Það sem vakir fyrir kristnum mönnum er þeir halda því
fram með öruggri vissu og lifandi sannfæringu, að kristindóm-
urinn sé hin algera trú er þetta: Með því að trúin er ekki
einber hugsjón, heldur samfélag við guð, þá er þar hin full-
komna trú sem samfélag þeirra við Guð og samfélag Guðs við
þá er orðið fullkominn raunhæfur virkileiki. Þetta er ekki nið-
urstaða, sem þeir hafa komist að með íhugun sinni einni,
heldur styðst þetta við og byggist á innri daglegri reynslu
sjálfra þeirra. Þeir finna, að hér er trúarþörf þeirra fullnægt
að öllu leyti, að hér eru þeir komnir í svo innilegt og náið
samfélag við Guð, að þeir ekki aðeins geta ekki hugsað
sér æðri og fullkomnari trú og betur við hæfi lífsins, heldur
geta þeir ekki einu sinni óskað sér hennar. 011 ástundun