Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 29
Prestafélagsritið.
Hvað er kristindómur?
25
andi öldum. Þegar vér því spyrjum: Hvað er kristindómur?
eða hverjar eru þær meginhugsanir kristindómsins, sem gera
kristinn mann að kristnum manni, þá veit eg enga leið til
þess betur fallna og enda sjálfsagðari til að fá leyst úr þeirri
spurningu en þá að virða fyrir mér Jesúm sjálfan, þá mynd
trúarvitundar hans, sem við mér blasir, er eg virði hann fyrir
mér, eða hlýði á boðskap þann, er hann hefir til flutnings.
Þá kemur svarið eins og upp í hendurnar á mér.
Það sem vér nefnum trúarvitund eins manns, er tilfinning
hans fyrir því sambandi, sem hann er í eða æskir að komast
í við hina æðstu veru, sem hann veit sig í öllu háðan og
eiga tilveru sína undir. Ef vér nú viljum öðlast áreiðanlega
vitneskju um innihald og grundvöll trúarvitundar ]esú og hvað
sérstaklega einkennir guðrækni hans eða trúarlíf, þá er fyrst
af öllu á það að líta, í hvaða sambandi hann vissi sig vera
við Guð og tilveruna. Svarið er hér hvorki erfitt viðfangs né
nokkurri óvissu undirorpið. Ekkert kemur jafn skýrt og greini-
lega fram í öllu hans tali og öllu hans lífi sem trúarleg afstaða
hans til Guðs og manna. Hún er ávalt og alstaðar hin sama.
Svo alkunna sem það er, verður það þó aldrei of oft tekið
fram, að öll afstaða ]esú til Guðs er sonar-afstaða þ. e. af-
staða sonar, og það jafnvel eingetins sonar, — til föður síns,
og alstaðar skín það fram, að hann álítur afstöðu Guðs til
sín vera /b'5ur-afstöðu þ. e. afstöðu föður til sonar síns. Föð-
ur-nafnið, sem ]esús ávalt, og að því er bezt verður séð ein-
Söngu, notar þar sem hann talar um Guð, og sonar-heitið,
sem hann velur sjálfum sér, sonarleg tilbeiðsla þessa föður,
barnsleg og skilyrðislaus hlýðni hans við vilja Guðs og undir-
gefni fram í dauðann á krossinum, — í öllu þessu opinberast
hið innilegasta samband, hið nánasta andlega samlíf, sem hann
veit sig vera í við Guð sinn og föður, — í því öllu opinber-
sst lifandi eining föður og sonar, þar sem faðirinn lifir áfram
í barninu sínu og barnið er sér þess meðvitandi að lifa lífi
föður síns. Þetta var grundvöllur sjálfsvitundar hans, hið frum-
lesa séreinkenni trúarlífs hans. En með þessu er þá og lýst