Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 30

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 30
26 Jón Helgason: Prestafélagsritið. frumeinkennum allrar kristilegrar guðrækni — sjálfu insta eðli kristindómsins. Þegar vér því spyrjum: Hvað er kristindómur? og spyrjum svo með það í huga hvað það sé, sem gerir manninn að kristnum manni, þá verður svarið: Krístindómur er hið sonar- lega trúar-samlíf Jesú við Guð endurborið í sálum trúaðra lærisveina hans. Eða: Kristinn verður maðurinn að sama skapi sem sonarleg guðrækni Jesú endurnýjast í honum, vermir hjarta hans og mótar alla afstöðu hans til Guðs og manna. Kristnir menn þekkjast og þekkja hvorir aðra á þessu eina, en þó einhlíta merki, traustinu, sem þeir ákalla með Guð föður sinn í Jesú Kristi og gefa sig í öllum hlutum kær- leika hans og föðurforsjá á vald, fela honum allan sinn hag í stóru og smáu, í nálægri tíð og ókominni, jafnframt því sem þeir lifa í sjálfsafneitun og kærleika til náungans. Allir þeir, sem á þennan hátt hafa slitið líf sitt úr viðjum sjálfselskunnar og sérþóttans og hafið sig til hæða kærleikans og lífsins í Guði — allir þeir, sem í meðvitundinni um að eiga í Jesú Kristi fyrirgefningu syndanna, hafa orðið varir við krafta æðra lífs, starfandi í sálu sinni, hvetjandi þá áfram að fullkomnunar takmarkinu, allir þeir menn, hvar sem þeir verða fyrir oss innan kristninnar, eru trúarlega séð í ætt við Krist, því að í þeim starfar andi hans nýskapandi og ummyndandi og í þeim heldur Kristur fyrir anda sinn áfram endurlausnarstarfi sínu, er hann lætur þá vitna um föðurinn með sonarlegu trúar- samlífi þeirra við hann, eins eg það hefir mótað líf þeirra. En þegar eg nú hefi haldið því fram, að kristindómurinn á öllum tímum sé í insta eðli sínu hið sonarlega trúarsamlíf Jesú við föðurinn, endurborið í sálum lærisveina hans, þá undirstrika eg þetta »lærisveina hans« alveg sérstaklega. Því þetta er sízt að skilja á þann veg, að á sama standi um af- stöðu vora til Jesú sjálfs persónulega að öðru leyti, ef vér aðeins höfum ef svo mætti segja »sömu trú og Jesús hafði*. Því að með því væri í raun réttri slitið hinu sögulega sam- bandi kristindómsins við stofnanda hans. En að slíta því sam- bandi er aftur sama sem að sýna kristindóminum banatilræði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.