Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 30
26 Jón Helgason: Prestafélagsritið.
frumeinkennum allrar kristilegrar guðrækni — sjálfu insta
eðli kristindómsins.
Þegar vér því spyrjum: Hvað er kristindómur? og spyrjum
svo með það í huga hvað það sé, sem gerir manninn að
kristnum manni, þá verður svarið: Krístindómur er hið sonar-
lega trúar-samlíf Jesú við Guð endurborið í sálum trúaðra
lærisveina hans. Eða: Kristinn verður maðurinn að sama
skapi sem sonarleg guðrækni Jesú endurnýjast í honum,
vermir hjarta hans og mótar alla afstöðu hans til Guðs og
manna. Kristnir menn þekkjast og þekkja hvorir aðra á þessu
eina, en þó einhlíta merki, traustinu, sem þeir ákalla með
Guð föður sinn í Jesú Kristi og gefa sig í öllum hlutum kær-
leika hans og föðurforsjá á vald, fela honum allan sinn hag í
stóru og smáu, í nálægri tíð og ókominni, jafnframt því sem
þeir lifa í sjálfsafneitun og kærleika til náungans. Allir þeir, sem
á þennan hátt hafa slitið líf sitt úr viðjum sjálfselskunnar og
sérþóttans og hafið sig til hæða kærleikans og lífsins í Guði
— allir þeir, sem í meðvitundinni um að eiga í Jesú Kristi
fyrirgefningu syndanna, hafa orðið varir við krafta æðra lífs,
starfandi í sálu sinni, hvetjandi þá áfram að fullkomnunar
takmarkinu, allir þeir menn, hvar sem þeir verða fyrir oss
innan kristninnar, eru trúarlega séð í ætt við Krist, því að í
þeim starfar andi hans nýskapandi og ummyndandi og í þeim
heldur Kristur fyrir anda sinn áfram endurlausnarstarfi sínu,
er hann lætur þá vitna um föðurinn með sonarlegu trúar-
samlífi þeirra við hann, eins eg það hefir mótað líf þeirra.
En þegar eg nú hefi haldið því fram, að kristindómurinn á
öllum tímum sé í insta eðli sínu hið sonarlega trúarsamlíf
Jesú við föðurinn, endurborið í sálum lærisveina hans, þá
undirstrika eg þetta »lærisveina hans« alveg sérstaklega. Því
þetta er sízt að skilja á þann veg, að á sama standi um af-
stöðu vora til Jesú sjálfs persónulega að öðru leyti, ef vér
aðeins höfum ef svo mætti segja »sömu trú og Jesús hafði*.
Því að með því væri í raun réttri slitið hinu sögulega sam-
bandi kristindómsins við stofnanda hans. En að slíta því sam-
bandi er aftur sama sem að sýna kristindóminum banatilræði.