Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 36
32
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
Jesús er, ráðgátum, sem eg veit, að ekki verða ráðnar fyr en
á æðra stigi tilveru minnar á eilífðarinnar landi, — Jesús er
altaf að einhverju leyti hærri hugsun minni, hærri en svo, að
hugur minn fái gripið hann. En það veit eg jafnframt, að svo
sem bróðir minn að holdinu og andanum heyrir hann þó,
þrátt fyrir sína óumræðilegu yfirburði, mannkyninu til svo sem
hvert annað barn alið af mannlegri móður. Annars væri hann
ekki hinn annar Adam. Hin sonarlega guðrækni hans, sem
hin mikla elfa kristilegrar guðrækni hefir streymt frá sem
upptökum sínum, er umfram alt og í alla staði mannleg. Sála
hans sem ljós föðurlegrar opinberunar Guðs rennur upp fyrir
fyrstri allra sálna á þessari jörð, er í orðsins fylstu og sönn-
ustu merkingu mannleg sál, og hjarta hans eins og það bær-
ist í gleði og í sorg, í barnslegri tilhlökkun og í nístandi
kvíða, er sannarlega mannlegt hjarta. Aldrei heyrðist á þess-
ari jörð mannlegra neyðarandvarp en orðin: »Guð minn, Guð
minn, hví hefir þú yfirgefið mig«, eða mannlegra orð sonar-
legrar undirgefni og barnslegs trausts en orð hans deyjandi
á krossinum: »Faðir, í þínar hendur fel eg minn anda!«
Alt þetta hefi eg — þótt í mesta ófullkomleika hafi verið
— viljað setja yður fyrir sjónir í erindi mínu. Einhver yðar
kynni nú að sitja með þá spurningu á vörunum: Hvers vegna
mér sé svo sérstaklega ant um að draga fram einmitt sannan
manndóm Jesú Krists í þessu sambandi. Eg skal ekki dylja
yður svars við þeirri spurningu: Eg geri það ekki, af því að
eg álíti, að með sönnum manndómi frelsarans sé ráðin hin
mikla rún persónu hans. Því lengur og því oftar sem eg virði
fyrir mér persónu Jesú Krists, þess sannfærðari verð eg um
að með sönnum manndómi hans sé ekki alt sagt.
En þegar eg hér í sambandi við spurninguna: Hvað er
kristindómur? — og hana framsetta ekki sem fræðispurningu,
heldur sem raunhæfa (praktiska) spurningu, hefi vakið athygli
á sonarlegri guðrækni Jesú, svo sem hinu mikla meginatriði
kristindóms///is/ns eða hins sonarlega samlífs mannanna við
Guð sem föður sinn í Jesú Kristi, þá verður að miða við
mannlegu hliðina á veru hans fyrst og fremst. Hvers vegna?