Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 43
Prestafélagsritið.
Um kirkjulíf á Englandi.
39
sálmar eru notaðir við hverja guðsþjónustu, oftast 2 eða 3,
þó stundum fleiri, séu þeir stuttir, og því raðað svo niður,
að farið sé með þá alla við guðsþjónusturnar einu sinni á
mánuði hverjum.
Sunnudaga- og hátíðaguðsþjónustur eru með sama fyrir-
komulagi og guðsþjónustur á virkum dögum, nema hvað þær
eru að öllu leyti íburðarmeiri og hátíðlegri og nokkuð lengri.
Meðal annars er þá oftast prédikun, vanalega þó mjög stutt,
einnig tekið «offur« og stundum altarisganga í morgunguðs-
þjónustunni (um kl. 11). Annars er víða sérstök altarisgöngu-
guðsþjónusta hvern sunnudagsmorgun.
Eins og menn sjá af þessu, eru guðsþjónustur ólíkt tíðari í
ensku biskupakirkjunni en vér þekkjum hjá oss eða annars-
staðar á Norðurlöndum. í Pálskirkjunni í London eru hvers-
dagslega fjórar guðsþjónustur, en á sunnudögum eru þær sex.
I Westminster Abbey eru þær fjórar á dag, alla daga vik-
unnar. En til sveita eru hinar tvær fyrirskipuðu daglegu guðs-
þjónustur haldnar hversdagslega, þegar presti er unt að koma
því við, og auk þess vanalega fleiri en tvær guðsþjónustur á
sunnudögum. Sveitapresturinn, sem eg dvaldi hjá, hélt 4 og
5 guðsþjónustur hvern sunnudag. Fyrst var vanalegast altaris-
ganga kl. 8 árd., þá almenn guðsþjónusta kl. 11; barnaguðs-
þjónusta kl. 2; kvöldsöngur í heimakirkjunni kl. 6 og stund-
um kl. 7 á anexíunni. Stuttar prédikanir voru við almennu
guðsþjónusturnar kl. 11, 6 og 7.
Flestir utanþjóðkirkjumenn hafa guðsþjónustur tvisvar hvern
helgidag, vanalegast kl. 11 árd. og kl. 6 síðd. Eru guðsþjón-
ustur þeirra með öðru sniði en í biskupakirkjunni. Alt ein-
faldara og óbrotnara og minna bundið föstum venjum, og
meiri áherzla lögð á prédikun og vanalegan sálmasöng. Skift-
ist á við guðsþjónustur þeirra bænir og söngur og ritningar-
lestur, auk ræðunnar. Einnig fer fjársöfnun fram við guðs-
þjónusturnar, eins og líðkast á sunnudögum í biskupakirkj-
unni. Kunna margir í fyrstu illa við þann sið og hneykslast á
þessu »offri« í kirkjunum. En furðanlega venjast menn fljótt
við fjársöfnun þessa, sem fer fram hljóðlega og ætluð er til