Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 49

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 49
Prestafélagsritið. Um kirkjulíf á Englandi. 45 heimsótti hana því aftur 3/4 stundar áður en samkoman átti að byrja. Fór þá eins og prest hafði grunað, að konan kvaðst því miður ekki geta komið. Hún hefði tekið að sér að kefla þvott, sem mikið lægi á og yrði að vera tilbúinn um kvöldið. Þá sagði prestur henni að fara að búa sig, hann skyldi kefla fötin. Konan horfði undrandi á hann og aftók að slíkt gæti átt sér stað. En prestur hélt fast við áform sitt og sléttaði fötin. Hvort þau hafi þótt vel sléttuð eða ekki, hermir sagan ekki neitt um. En konan gat ekki verið ósnortin af slíkum áhuga. Hún fór með presti til samkomunnar og efiir það þurfti ekki að kvarta yfir því, að hún fengist ekki til að sinna kristindómsmálunum. Aðra sögu hefi eg lesið um starfsemi þessa sama biskups meðan hann var prestur í London. Hann vildi vinna vantrúar- mann í söfnuðinum til fylgis við kristindóminn. I þeim erind- um heimsótti hann manninn árangurslaust. Þó vildi hann ekki gefast upp, þótt illa gengi í fyrstu, en ásetti sér að koma við hjá honum á hverjum sunnudegi, er hann gengi þar fram hjá á leið til kirkju sinnar. En ekki bötnuðu horfurnar því oftar sem hann kom, því að maðurinn reiddist þessu atferli prests- ins og vísaði honum frá sér með stóryrðum í hvert sinn sem hann kom. Leið þannig sunnudag eftir sunnudag, án þess að nokkur breyting yrði. Níutíu og níu sunnudaga kom prestur þannig til mannsins árangurslaust. En hundrað- asta sunnudaginn minti prestur manninn á, hve oft hann hefði komið til hans og sagðist furða sig á, ef hann léti sig koma jafnoft enn, án þess að taka tillit til þess er hann beiddist af honum. Þá lét maðurinn loks til leiðast að fara með honum hl guðsþjónustunnar og frá þeim degi breyttist hann og varð alt annar maður. — Er annað hægt en að dást að slíkri þrautseigju og staðfestu og áhuga hirðisins á að leita að »þeim er týndur er, þangað til hann finnur hann* (Lúk. 15,4.). Aðalleiðtogar i allri þessari kirkjulegu starfsemi eru prest- arnir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.