Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 55
Presiafélagsriiið.
Um kirkjulíf á Englandi.
51
sundrung hætfi innan kirkju Hrists, en stefnt væri að settu
marki, þjóðunum til blessunar, í sameinuðum fylkingum kristi-
legs bræðralegs. — Með erkibiskupi var biskupinn í Bristol
og æðstu andlegrar stéttar menn í borginni og var þeim fagn-
að hið bezta á samkomu utanþjóðkirkjumanna og næsta dag
prédikaði forseti »meþódista« í dómkirkju borgarinnar. Mintist
hann í ræðu sinni meðal annars á þá sorglegu staðreynd, að
kirkjunnar menn að undanförnu hefðu þráfaldlega eytt alt of
miklum tíma og þrótti í athugun þess, er aðgreindi kirkju-
félögin, og í baráttu gegn því, er hver flokkur taldi rangt í
kenningu og fyrirkomulagi annara, en hafi beitt sér of slæ-
lega í baráttunni gegn hinu illa, gegn vantrú og siðleysi.
Var þetta í fyrsta sinni sem fulltrúar ensku þjóðkirkjunnar
og fulltrúar utanþjóðkirkjumanna skiftust á ræðustólum. Vakti
þessi atburður því mikla eftirtekt og þótti gefa góðar vonir um
samvinnu þessara og annara utanþjóðkirkjumanna og biskupa-
kirkjunnar í framtíðinni. Er með þessu stefnt að því, að fá
menn til að vinna saman að hinum margvíslegu áhugamálum
kirkjunnar, þótt ýmislegt beri á milli í skoðunum, og fá menn
fil að líta með virðingu og velvild til allra þeirra, er viður-
kenna Krist sem frelsara sinn og drottin, í hvaða kirkjufé-
lagsskap sem þeir eru — fá kirkjunnar menn til að verða
meir samtaka en áður hefir verið til sameiginlegrar starf-
semi heiminum til blessunar.
Þá kem eg síðast að spurningunni: Hvað getum vér /s-
lendingar Iært af ensku kirkjulífi?
Reynslan er sú, að hvert þjóðfélag og kirkjufélag geti af
öðru lært. Hvert hefir sín séreinkenni, sína kosti og sína
Salla. En ekki væri ósennilegt, að meira væri af stærri þjóð-
félögunum og kirkjufélögunum að læra en af hinum minni.
Þar er fjölbreytnin meiri og reynslan því margbreyttari en í
fámennari félagsskapnum.
Hverjum sem kynnir sér kirkjulíf á Englandi með fjöl-
breytni þess og krafti, mun finnast margt þar að læra. Svo