Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 57
Presiafélagsriíið.
Um kirkjulíf á Englandi.
53
vinnu og bræðralagi, þótt margt beri á milli um það, er til
umbúða má teljast. Krislnisaga ensku þjóðarinnar minnir á
það með skýru letri, að líf og fjölbreytni fylgist óhjákvæmi-
lega að, en að tilbreytingaleysið sé einkenni deyfðar og doða.
Með fjölbreytninni er tillit tekið til einstaklingseðlisins. En
slíkt er eitt af skilyrðum þess, að hægt sé að ná til manna
alment, en ekki aðeins til takmarkaðs hóps. —
Þá kem eg að hinu atriðinu, sem eg nefndi. Það var
nauðsyn öflugrar safnaðarstarfsemi.
Þar er mikið af Englendingum að læra, og sennilega meira
en af nokkurri annari þjóð, sem vér eigum kost á að kynn-
ast. Því að engin af nágrannaþjóðum vorum mun standa Eng-
lendingum framar í þessum efnum. Allar munu þær mikið
hafa lært af ensku kirkjulífi um starfsaðferðir og starfsskil-
yrði, og þá er skiljanlegt að vér Islendingar getum lært eitt-
hvað af þeim í þessum efnum.
Enda er oss ekki meiri þörf á að læra annað en þetta.
Því að enginn mun geta neitað því, að vér stöndum lágt í
kirkjulegum félagsskap og safnaðarstarfsemi.
Það hefir lengst af verið eitt af mestu meinum kirkju vorr-
ar, hve prestar vorir hafa staðið einir uppi í söfnuðunum og
haft fáa samverkamenn.
Þetta þarf að breytast. Vér þurfum að eignast meiri starf-
semi innan safnaðanna. Fleiri leikmenn þurfa að starfa vor á
meðal að kristilegu og kirkjulegu málunum en verið hefir.
En hið eina, sem valdið getur breytingu í þá átt, er fé-
lagsskapur og samtök innan safnaðanna.
Á því sviði má mikið læra af öllum nágrannakirkjum vor-
um, en ekki sízt af Englendingum.
Þeir hafa, eins og skýrt hefir verið frá hér á undan, marg-
víslegan félagsskap til áhrifa á börn og ungmenni, á miðaldra
°2 Gamalmenni, á karla og konur, og á ýmsar stéttir þjóðfé-
la^sins sérstaklega.
Á þann hátt ná þeir betur til almennings en ella gæti átt
sér stað. En á þann hátt fá þeir líka fjölda manns til að
sinna hinum kristilegu og kirkjulegu viðfangsefnum, menn,