Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 58
54
Sigurður P. Sívertsen:
Prastafélagsritiö.
sem annars, án kirkjulegs félagsskapar, myndu verja starfs-
kröftum sínum og frítíma til einhvers þess, er kirkjunni væri
óviðkomandi.
Með því að stofna til kirkjulegs félagsskapar innan safn-
aðanna notast að starfskröftum, sem annars myndu hafa orðið
afskiftalausir eða afskiftalitlir á þessu sviði. Og reynslan er
eðlilega sú, að því fleiri sem starfa að andlegu málunum, því
meir fjölgar þeim, sem fást til að sinna þeim málum. Og á
þann hátt getur starf prestsins í þarfir safnaðarins betur
notið sín og borið ávexti, en ella myndi geta átt sér stað.
Presturinn þarf þá ekki sjálfur að gera alt það, sem hann og
aðrir finna að gera þarf í söfnuðinum. Hann getur látið sér
nægja að vera stjórnandi og meðráðamaður.
Hér er um atriði að ræða, sem afarmikilsvert er að komist
geti í rétt horf. Bæði eldri prestar vorir og yngri ættu að
gefa því alvarlega gaum. Með því gæti nýtt fjör færst í söfn-
uði lands vors til blessunarríkra framkvæmda. Og á þann hátt
gætu söfnuðir vorir færst nær og nær því takmarki, sem þeim
er ætlað að ná, að hinir mörgu verði einn líkami fyrir
samfélag sitt við Krist, en hver um sig annars limir (sbr.
Róm. 12, 5.).