Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 60
56
Hálfdan Helgason:
Presfafélagsritið.
gjörðar og þakkarsálmar ti! Guðs, frá vörum þeirra trúboða,
sem hafa séð undursamlega ávexti starfsemi sinnar og frá
vörum þeirra heiðingja, sem í Jesú Kristi hafa fundið frels-
ara sinn og drottin.
Slíkur þakkar- og lofgjörðarsöngur var það, sem hljómaði
í eyrum þeirra þúsunda manna, sem á liðnu vori þyrptust
í kring um indverska trúboðann Sundar Singh er hann
heimsótti Norðurálfu og skýrði frá dásemdum Guðs á trú-
boðsakrinum indverska. Með alvöruþrungnum, en þó ein-
földum og hrífandi vitnisburði sínum um dásamlega náð og
kærleika drottins við sig, í öllum erfiðleikum og raunum lífs
síns, hreif hann svo alla þá, er heyrðu til hans og kyntust
honum, að honum hefir verið valið engu minna tignarheiti
en »postuli Indlands« og verið líkt við önnur eins stórmenni
kirkju vorrar og Pál postula eða Frans frá Assisi.
I.
Sundar Singh fæddist í bænum *Rampur« á Norður-Ind-
landi 3. sept. 1889 og er því nú rúmlega þrítugur að aldri.
Hann ólst upp á heimili foreldra sinna, þar sem ekkert
skorti af neinum þeim lífsþægindum, sem auðurinn fær veitt.
Þegar frá fyrstu byrjun hændist hann mjög að móður sinni,
sem var innilega trúhneigð kona og af hjarta innlífuð dul-
rænni guðrækni Indverja. Sundar litli var henni þá líka
sérstaklega ástfólginn, bæði sökum þess, að hann var yngst-
ur sona hennar, og vegna þess, að hjá honum fann hún
þá djúpu trúarþrá, sem hún sjálf bar í brjósti sínu, en sem
hún saknaði svo mjög hjá veraldlega lyndum bræðrum hans.
Það var þá líka heitasta ósk hennar, að Sundar yrði »sadhu«,
maður sem helgar Guði alt sitt líf, og hún lét einkis ófreist-
að til þess að tendra bál lifandi trúarsannfæringar í brjósti
hans. Hvergi sjáum vér betur þann mikla kærleika, er tengdi
þau mæðgin saman, og þann þakklætishug, er hann ávalt
síðan bar til hennar, en af þessum orðum hans: »Sjái eg
ekki móður mína í himnaríki, þá bið eg Guð þess, að hann
sendi mig til helvítis, svo að eg geti verið með henni þar«.