Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 68
64
Hálfdan Helgason:
Prestafélagsritið.
hvatningarorð: »Þar sem ]esús hefir gert svo mikið í heið-
ingjalöndunum, hversu miklu meira vill hann þá og getur
gert hér í þessu kristna landi*.
II.
Sundar Singh er kristilegur dulsinni (Kristus-mystiker). Trú
hans er leyndardómsfult samfélag við ]esú Krist, trúarsamfé-
lag, sem engan veginn verður með orðum lýst, en sem er
þrungið af undursamlegri tilfinningu fyrir andlegri nálægð hins
upprisna frelsara. Það eflist og styrkist í sífeldu bænahaldi,
þar sem öllu jarðnesku er vísað á bug, en öllum þáttum sál-
arlífsins beint að einu einasta marki — að innlífast Kristi og
honum einum. »Nálægð hans (þ.e. ]esú Krists) fyllir hjarta mitt
friði, sem engin orð fá lýst. Aðeins himnesk tunga fær túlkað
þennan himneska frið«. Á bænastundunum sekkur Sundar sál
sinni algerlega niður í djúp guðssamfélagsins og dulinskraft-
ur guðdómlegs lífs fer eins og sterkur rafmagnsstraumur
um hann allan. Hann mælir engin orð, bæn hans er þögul,
hann hefir gefið sig allan á vald frelsarans. Við honum blasir
ekki mynd ]esú, hvorki séð með augum líkama eða anda.
Hinn undursamlegi gleði- og friðarstraumur, sem.leikur um
hann, er Kristur sjálfur.
En hæsta stigi þessa dulræða trúarlífs er náð, er hann
kemst í hrifning (ekstase). Þá lokast öll hin ytri skilningarvit
hans, en augu anda hans sjá stórkostlegar sýnir, og hann
heyrir, líkt og Páll postuli (2. Kor. 12.), »ósegjanleg orð«.
Það er talað til hans, en á máli hins andlega heims. Hin ytri,
náttúrlegu, skilningarvit hafast ekkert að, meðan Sundar er í
þessu hrifningarástandi, líkaminn verður jafnvel oft tilfinning-
arlaus. Alt, sem hann sér og heyrir, er fyrir honum veruleiki.
Að hans áliti er hrifningin ekki sjálfsdáleiðsla (autohypnose),
því hann gerir aldrei neitt til þess að framleiða sjálfur slíkt
ástand. Það er náðargjöf frá Guði, sem Guð gefur honum á
einstaka bænastundum. Hrifningin er að hans áliti heldur
ekki draumaástand. Hann er glaðvakandi og getur í hrifning-
arástandinu, betur en ella, hugsað ýms vandamál út í yztu