Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 76
72
Hálfdan Helgason:
Prestafélagsritiö.
tök sín í hjarta hans og ákvarðast af því, hvort hann hefir
gefið hjarta sitt frelsaranum eða syndinni.
En grundvöllur hjálpræðisins og fyrirgefningarinnar er kross-
dauði Jesú. Með blóði sínu inti hann af hendi fullgilda frið-
þægingu. Friðþægingarkenning Sundar Singhs finnum vér í
svohljóðandi líkingarsögu hans:
»Það var eitt sinn ungur, óhlýðinn sonur, sem fór úr föður-
garði og gekk í lið með ræningjum nokkrum, og varð sjálfur
ræningi, er öllum stóð stuggur af. Faðir hans bað þjóna sína
að flytja syninum þau boð, að ef hann aðeins vildi iðrast
þess, er hann hefði gert, og snúa heim aftur, þá mundi fað-
irinn fyrirgefa honum alt og veita honum sonarréttinn á ný.
Allir þjónarnir neituðu að fara sendiför þessa, af ótta við
hættur skóganna og ræningjanna. En hann átti eldri bróður,
sem elskaði hann engu minna en faðirinn, bauðst hann til þess
að færa honum fyrirgefningarboð föðurins. Þá er hann hafði
yfirgefið föðurinn og var kominn inn í skóginn, var ráðist á
hann og hann særður til ólífis, af ræningjunum, en meðal
þeirra var einnig yngri bróðir hans. En þegar yngri bróðirinn
sá, að það var bróðir hans, er þeir höfðu leikið svo illa, þá
barði hann sér á brjóst og grét ákaft. Eldri bróðirinn skýrði
honum nú frá fyrirgefningu föðurins og mælti: »Mér vanst
samt tími til þess. Ætlunarverki mínu er lokið og marki kær-
leikans er náð«. Er hann hafði þetta mælt andaðist hann. En
fórn hans hafði slík áhrif á yngri bróðurinn, að hann iðraðist
og hvarf aftur heim til föðurins og varð sem nýr maður frá
þeim degi«.
Þannig er krossdauði ]esú stærsta opinberun fyrirgefandi
kærleika Guðs. Svo dásamlegur er kærleiki Guðs, að hann
íklæðist holdi og þolir sárar þjáningar krossdauðans, til þess
að leiða synduga menn frá dauðanum til lífsins. Sundar Singh
virðist þannig með öllu hafna hinni andlægu (objectivu) frið-
þægingarkenningu, en fullkomlega hallast að þeirri huglægu
(subjectivu). Krossdauðinn, sjálfsfórn ]esú á krossinum, átti
ekki að sefa eða milda reiði Guðs, hafa áhrif á hugarþel
Guðs gagnvart manninum, heldur átti hann að hafa áhrif á