Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 81
Prestafélagsritiö.
JOHN R. MOTT.
Eitt blað úr kirkjusögu vorra tíma.
Eftir séra Bjarna Jónsson.
Það þykir sjálfsagt að lesa sögu, vita um hina merkustu
viðburði hjá hinum ýmsu þjóðum. Fátt er jafn aðlaðandi og
æfisögur merkra manna; um leið og vér lesum þær, erum
vér í góðum félagsskap, er styður að góðum siðum. Sagan á
mikið aðdráttarafl, og ótæmandi fjársjóð finnum vér, er sagan
segir oss frá viðburðum og mönnum fornaldar, miðaldar og
nýju aldarinnar.
Kristin kirkja á sína sögu, og er vér lesum þá sögu, fáum
vér upphvafning til trúar, sem starfar í kærleika. En altaf
bætist við söguna, og það sem nú gerist í hinum kristna
heimi á einnig að styrkja oss til trúar og góðra verka. Guð-
fræðistúdentinn á að vita um kirkjuþing á 4. öldinni, hann
á að vita um ríkisþing, er haldið var á 16. öldinni; einkunnin
lækkar hjá honum, ef hann gleymir fæðingardegi hins nafn-
kenda manns, er starfaði á 17. öldinni o. s. frv. Það er gott,
að hann þekkir hið liðna, og þó er það ekki síður mikils um
vert, að hann viti hvað nú er að gerasf, að hann sannfærist
um, að enn tala menn á hinum ýmsu tungum um stórmerki
Guðs, að enn gefur Guð sigur og lætur blessun fylgja starf-
inu, sem unnið er í nafni hans. Jesús Kristur er í gær og í
dag hinn sami og um aldir (Hebr. 13. 8.). Hann hefir unnið
sigur á liðnum öldum, og hann vinnur sigur enn í dag.
Saga kristninnar er því ekki aðeins safn af gömlum sögum.
Það er ávalt að bætast við söguna. Einnig í dag eiga við
orð postulans: »En Guði séu þakkir, sem fer með oss í óslit-
inni sigurför, þar sem vér rekum erindi Krists, og lætur fyrir