Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 85
Prestafélagsritið.
]ohn R. Mott.
81
an hinna ýmsu félagsdeilda í Evrópu, og í Ameríku studdi
Mott að því, að úr þessu gæti orðið.. Nafn Motts var þegar
orðið þekt víða í Evrópu, og hugðu menn gott til komu hans,
er hann þáði það boð að halda samkomur í háskólabæjum á
Englandi og víðar í Evrópu.
Að þeirri ferð lokinni var stofnað „Veraldarsamband hinna
kristilegu stúdentafélagaog fór aðalundirbúningur að stofn-
uninni fram á norrænum kristilegum stúdentafundi, er haldinn
var árið 1895 í Vadstena, og var Mott boðinn á fundinn.
En nú sá Mott, að víðar þurfti að ferðast um en í Amer-
íku og Evrópu. Það þurfti að flytja boðskapinn um allar álfur
heims.
Fór nú Mott hina fyrstu ferð sína til Asíu. Á þeirri ferð
komu í ljós hans miklu hæfileikar, sáust þá greinilega yfir-
burðir hins andlega herforingja og stjórnanda.
Stefnuskrá hans var og er: Kristilegur »imperialisme« þ. e.
sigur og yfirráð guðsríkis nái um allan heim.
Fáir þekkja betur stúdenta og stúdentalíf í ýmsum löndum
en John Mott, og það ekki af bókum og frásögnum eingöngu,
heldur af eigin sjón. Hann fer land úr landi og er nákunn-
ugur staðháttum, lífsvenjum og hugsunarhætti hinna ýmsu
þjóða. Það hefir verið sagt um hann: »John Mott spekúlerar
í heilum löndum eins og Bismarck*. En aðferð hans er önn-
ur og markmiðið annað. En starf hans er borið uppi af
þeirri trú og vissu, að kristindómurinn eigi að ná til allra.
Trú hans er hinn brennandi áhugi.
Þetta sáu stúdentarnir í Indlandi, Ástralíu, Kína og Japan.
Menn þyrptust að honum, hlustuðu á manninn og fylgdu svo
málefninu. í þessari byrjun var lífskraftur, mustarðskornið,
sem verður að stóru tré. Menn létu sér ekki nægja að fylgja
manninum, en þeir voru leiddir af honum til drottins. Páll
postuli segir: »Þér hafið gerst eftirbreytendur vorir og drott-
ins, er þér tókuð á móti orðinu með fögnuði heilags anda«
(1. Þess. 1, 6.). Þannig fer, þar sem starfið er heilbrigt, þar
er breytt samkvæmt þessum orðum: »Hann fór með hann til
Jesú« (Jóh. 1, 43.).
6