Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 86

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 86
82 Bjarni Jónsson: Prestafélagsritið. Mott lét sér ekki nægja að kveikja bál. Hann bað drottin að halda eldinum við, og hann kom aftur og aftur á sama staðinn til þess að líta eftir vexti trúarinnar. Mjög náið sam- band hefir ávalt verið milli kristilegra stúdentafélaga og K. F. U. M., og hefir stúdentastarfið verið undir stjórn veraldarsam- bands K. F. U. M. Þessa utanríkisstjórn K. F. U. M. tók Mott að sér 1898, er hann kom úr fyrstu ferð sinni kring- um hnöttinn. Til er félag, er nefnist »Hið kristna sjálfboðalið stúdenta«, en frá því félagi koma margir hinir áhugamestu og nýtustu kristniboðar, og er alheimsfundur hinna ýmsu deilda hald- inn 4. hvert ár, og eru oftast 4—5000 þátttakendur á þeim fundum. Frá byrjun þessarar hreyfingar 1886 til ársins 1914 hafa 5,567 kandídatar frá ýmsum deildum háskólanna farið sem kristniboðar til annara landa. Mig vantar því miður nákvæma skýrslu frá hinum síðustu árum, en starfið er í mikilli blómg- un, og John Mott stjórnar hinum fjölsóttu fundum, og er allur í starfinu, sífelt á ferðalagi, og til hans berast beiðnir úr öll- um áttum, að menn megi vænta heimsóknar hans. Hann kann að ferðast, eins og sjá má af þessum kafla úr bréfi til vinar hans: »Eg kem um það leyti til Evrópu, og á að vera þennan mánaðardag í Edinborg. Reyndu að mæta mér þar eða í London. Annars gætum við hizt í Utrecht eða degi síðar í Halle, og úr því eg á annað borð kem til Evrópu er bezt að eg verði við ítrekaðri beiðni og heimsæki ítalska stúdenta«. Áður en hann heimsækir hinar ýmsu borgir les hann mikið um borgina og íbúana, og kynnir sér siðvenjur manna og lifn- aðarháttu á hverjum stað. Hann er búinn að fara 50—60 sinnum yfir Atlantshafið. 1896—97 var hann í Indlandi, Kína og Japan. Árið 1901 var hann enn á ný í Kína og Japan. Á þessum ferðum tókst honum að koma föstu skipulagi á hið kristilega starf meðal stúdentanna. Víðsvegar um Norðurlönd ferðaðist hann árið 1902, var það ár á kristilegum stúdentafundi í Sórey í Danmörku, og 1904 var hann aftur á ferð um marga háskólabæi Evrópu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.