Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 86
82
Bjarni Jónsson:
Prestafélagsritið.
Mott lét sér ekki nægja að kveikja bál. Hann bað drottin
að halda eldinum við, og hann kom aftur og aftur á sama
staðinn til þess að líta eftir vexti trúarinnar. Mjög náið sam-
band hefir ávalt verið milli kristilegra stúdentafélaga og K. F.
U. M., og hefir stúdentastarfið verið undir stjórn veraldarsam-
bands K. F. U. M. Þessa utanríkisstjórn K. F. U. M. tók
Mott að sér 1898, er hann kom úr fyrstu ferð sinni kring-
um hnöttinn.
Til er félag, er nefnist »Hið kristna sjálfboðalið stúdenta«,
en frá því félagi koma margir hinir áhugamestu og nýtustu
kristniboðar, og er alheimsfundur hinna ýmsu deilda hald-
inn 4. hvert ár, og eru oftast 4—5000 þátttakendur á þeim
fundum.
Frá byrjun þessarar hreyfingar 1886 til ársins 1914 hafa
5,567 kandídatar frá ýmsum deildum háskólanna farið sem
kristniboðar til annara landa. Mig vantar því miður nákvæma
skýrslu frá hinum síðustu árum, en starfið er í mikilli blómg-
un, og John Mott stjórnar hinum fjölsóttu fundum, og er allur
í starfinu, sífelt á ferðalagi, og til hans berast beiðnir úr öll-
um áttum, að menn megi vænta heimsóknar hans. Hann kann
að ferðast, eins og sjá má af þessum kafla úr bréfi til vinar
hans: »Eg kem um það leyti til Evrópu, og á að vera þennan
mánaðardag í Edinborg. Reyndu að mæta mér þar eða í
London. Annars gætum við hizt í Utrecht eða degi síðar í
Halle, og úr því eg á annað borð kem til Evrópu er bezt
að eg verði við ítrekaðri beiðni og heimsæki ítalska stúdenta«.
Áður en hann heimsækir hinar ýmsu borgir les hann mikið
um borgina og íbúana, og kynnir sér siðvenjur manna og lifn-
aðarháttu á hverjum stað. Hann er búinn að fara 50—60 sinnum
yfir Atlantshafið. 1896—97 var hann í Indlandi, Kína og Japan.
Árið 1901 var hann enn á ný í Kína og Japan. Á þessum
ferðum tókst honum að koma föstu skipulagi á hið kristilega
starf meðal stúdentanna. Víðsvegar um Norðurlönd ferðaðist
hann árið 1902, var það ár á kristilegum stúdentafundi í
Sórey í Danmörku, og 1904 var hann aftur á ferð um marga
háskólabæi Evrópu.