Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 90
86 Bjarni ]ÓnSSOn: PrestaíélagsritiB.
höfuðið lítið eitt. í orðum hans má finna undirstrauma kærleikans,
sem á uppsprettu sína í umgengni við Guð. Annríki hans er
mikið, hverja stundina verður hann að nota, já, hverja mínút-
una; en aldrei er asi á honum, ekkert fum, gagnsýrður er
hann af trú og rólegur í framgöngu allri. Þegar tillögur hans
ná ekki fram að ganga eða áætlanir hanslverða að engu, þá
er hann einnig rólegur, í fullkomnu jafnvægi, og vel þolir
hann andmæli. Er hér ein saga, sem sýnir það. A samkomu
einni talaði Mott um kraft Hrists og þann sigur, sem hann
veitir. Stúdent einn greip fram í, kvaðst þekkja afl, sem væri
Kristi meira og veitti meiri sigur í baráttu og freistingum.
Mott svaraði rólega: »Það er gott, vinur minn. Þá vil eg
stinga upp á því, að þér ferðist með mér og segið stúdentum
frá þessu afli, það veitir ekki af því að benda mönnum á
rétta hjálp*. En um kvöldið kom hinn sami stúdent til dr.
Motts; um samtal þeirra vita menn ekki annað en það, að
stúdentinn játaði, að hann þyrfti á krafti Krists að halda; og
þetta samtal varð hinum unga manni til blessunar.
Einn af skrifurum Motts, sem hafði verið í þjónustu hans í
12 ár, segir svo: »Mott skiftir aldrei skapi. Eg hefi aldrei séð
hann þjóta upp í bræði, og aldrei heyrt hann tala óvingjarn-
legt orð um nokkurn eða við nokkurn«. Þetta er kristindóm-
ur, sem má sjást. Þessi lærisveinn drottins leggur alt í Guðs
hönd, lætur stjórnast af honum og treystir handleiðslu hans.
Saga sú, sem hér fer á eftir sýnir þetta: john Mott var í árs-
byrjun 1912 á leið til Evrópu og kom til London í þeim er-
indum að undirbúa förina til Indlands í lok þess árs. En það
er venja hans, er hann hefir séð, hvenær hann muni hafa
lokið erindum sínum, að panta far heim aftur. En þessari
venju slepti hann í þetta sinn, og segir svo frá:
»Um leið og eg var að undirbúa för mína til Indlands,
hvöttu menn mig til að panta far með »Titanic« og fara með
því um vorið, er það færi fyrstu ferðina yfir hafið. Það varð
ekki af þessu. Nokkru síðar kom eg til Belfast og sá þar
hið risavaxna skip, sem var nýkomið úr reynsluleiðangri.
Nú vaknaði löngun mín að taka mér far með því. I marz-