Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 92
88
Bjarni Jónsson:
Preslafélagsritið.
hvelur unga, Irúaða menn til að verða prestar. Dr. Mott er
meðlimur >episkopal-methodista«-kirkjunnar, en tilheyrir í orðs-
ins fögru merkingu hinni almennu kirkju, og nýtur trausts og
virðingar hjá hinum ýmsu kirkjudeildum.
Áhrifin af þessari bók hans um prestana urðu þau, að
tala prestaefna jókst að miklum mun hjá hinum ýmsu kirkju-
flokkum. Sú bók hans er efni í marga fyrirlestra; eg les hana
aftur og aftur mér til uppörfunar.
Það yrði langt mál að telja upp hinar mörgu bækur og
rit hans, enda gerist þess ekki þörf og eg ekki fær um það.
En í þeim öllum er hinn skýri og ákveðni kristindómur, og
eins í öllu, sem hann talar. Hann er allur í hinu veglega starfi.
Eitt sinn er hann var að gefa skýrslu á fundi »Veraldar-
sambandsins« sagði hann m. a.: »Ef sú stund kæmi, að eg
hefði ekki tækifæri til þess að kynnast persónulega ungum
mönnum, sem eiga í baráttu við syndina, og notaði ekki
tækifærið til þess að leiða þá til Krists, þá skyldi eg á sömu
stund segja af mér framkvæmdarstjórastarfinu«.
Mott segir um hið kristna starf: »Sérhvert kristilegt fyrir-
tæki verður að vera heilbrigt frá rökfræðilegu, biblíulegu og
siðferðilegu sjónarmiði. Bezta aðferðin að »stúdera« aftur-
hvarfið vísindalega er að ávinna menn fyrir Krist. Ef vér eig-
um ekki að láta oss nægja kenningar eingöngu, þá verðum vér
að ávinna sálir fyrir Guðs ríki. — Vér verðum að vera það,
sem oss ber að vera, áður en vér getum gert það, sem oss
ber að gera«.
Þessar setningar lýsa Mott eins og hann er. Hann kapp-
kostar að vera, og þessvegna fær hann svo miklu áorkað í
óllum álfum heims.
Eg held, að hann sé búinn að fara 5 sinnum kringum
hnöttinn. Hann mætir andmælum, en einnig mikilli viður-
kenningu. Eg skal nefna eitt dæmi þess: Á ferð sinni í Asíu
1907 sá John Mott, hve mikið vantaði af samkomuhúsum,
svo að reglubundið starf gæti farið fram, og hann hugsaði sér
að vekja löngun manna til að styrkja starfið. Stofnaði hann
til fundar, sem hann undirbjó vandlega. Fundinn skyldi halda