Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 93
Prestafélagsritið.
John R. Motf.
89
á gistihúsi einu í borginni. Bað hann Taft forseta að koma á
fundinn og styðja málið. Forsetinn spurði, hvar fundinn skyldi
halda, og sagði: »Hversvegna haldið þér fundinn á gistihúsi,.
hversvegna ekki að halda hann í Hvíta Húsinu«? »Eg hefi
ekki þorað að láta mig dreyma um slíkt«, svaraði Mott. Þá
sagði forsetinn: »Eg þekki ekkert málefni, sem eg vil fremur
bjóða velkomið þangað«.
Dag einn í október 1910 var fundurinn haldinn þar. 200
menn voru á fundinum. Forsetinn talaði og menn gáfu
gjafir til styrktar hinu kristna starfi í ýmsum löndum. Inn
komu rúmlega 2 miljónir dollara. Var þeim skift á ýmsa bæi
gegn því að bæjarbúar á hverjum stað létu jafnháa upphæð
til starfsins. Meðal þessara bæja voru: Manilla, Kanton, Shang-
hai, Peking, Tokio, Kioto, Kobe, Kalkútta, Buenos Aires,
San ]uan og Mexico City.
Þannig er starfinu haldið áfram. Hið nýjasta, sem eg hefi
lesið um Mott er frá síðustu vikum.
Hefir hann nýlega verið í Miðjarðarhafslöndunum, og hefir
heimsótt þá bæi, sem eru miðstöðvar kirkjulífs, menta eða
verzlunar.
Þetta ferðalag hefir fyllilega leitt í ljós, að starf K. F. (J. M_
á stríðstímunum fyrir hermenn, herfanga og flóttamenn hefir
opnað hinu kristilega starfi mörg hundruð dyr.
Tek eg nokkur orð úr nýrituðu bréfi eins þeirra, er var
með í för þessari: »Dr. John Mott og félögum hans hefir verið
veitt móttaka með kærleika og lotningu. Hornsteinar voru
lagðir að nýjum K. F. U. M. húsum og blessun þess starfs
viðurkend af stjórnendum og yfirvöldum, bæði í Aþenu, Sal-
oniki og víðar.
I Saloniki bjuggu Mott og kona hans í höll landstjórans,
var Mott kjörinn heiðursborgari bæjarins og bæjarstjórnin
ákvað, að ein gata bæjarins skyldi bera nafn hans, og önnur
nafn K. F. U. M.
Guðsþjónusta var haldin í Sofíukirkjunni. Meðal viðstaddra
voru allir bæjarfulltrúarnir, fremstu borgarar, námsfólk úr öll-
um skólum ásamt kennurum. Rítúali grísku kirkjunnar var