Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 95
Prestafélagsritiö.
KRISTUR BLESSAR GLEÐINA.
Sunnudagserindi til ungra manna.
Eftir séra Þorstein Briem.
Jóh. 2, 1 — 11.
Það er gamalt máltæki, að »glögt sé gestsaugað*. Og það
bendir á atriði, sem er altítt, en vér gefum sjaldan gaum. Og
þ. e. hve oft oss fer svo, um það sem vér. erum vanir að
heyra eða sjá, að vér þykjumst þekkja það og vita þar öll
deili á, þó þekkingu vorri og athugun sé ef til vill í raun og
veru mjög áfátt. Fyrir því vekur það oft eftirtekt gestsins, sem
heimafólkið er hætt að sjá, af því að það hefir það altaf fyrir
augunum. Fyrir því eigum vér og annað máltæki um þetta
sama, er vér segjum, »vaninn blindar*.
Vaninn getur oftsinnis lokað augum vorum og bókstaflega
blindað oss fyrir því, sem óðara vekur undrun eða aðdáun
aðkomumannsins.
Mér kemur nú þetta sama í hug, þegar eg les ]óh. 2,
1.—11., að vaninn hafi nú ef til vill blindað oss fyrir því sem
þetta guðspjall getur kent oss. Vér höfum sjálf lært það í
æsku og vér höfum ef til vill heyrt það lesið og lagt út af
bví árlega síðan. Vér sjálf erum heimafólkið í kristninni og
teljum oss þekkja það heimili út í yztu æsar, því að þar er-
um vér uppalin. Mundi því þá geta verið eins varið um oss
eins og heimafólkið á stundum, að vér séum ef til vill hætt
að sjá það, sem mundi vekja undrun eða aðdáun gestsins, ein-
mitt af því að vér höfum það altaf fyrir augum?
Eitt af því, sem mundi vekja undrun gestsins, ef til vor
kæmi maður, sem uppalinn væri við önnur trúarbrögð, er þetta,
hvernig Jesús byrjar starf sitt. Um höfund einna hinna feg-
urstu trúarbragða utan kristindómsins, segja þeirra eigin helgi-