Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 96
92
Þorsteinn Briem:
Presíaféiagsritið,
rit, að hafi byrjað á því, að hann settist að undir tré einu og
sat þar hreyfingarlaus árum saman. Og er liðin voru mörg
ár, segja trúarritin, flutti hann sig og settist undir annað tré
og sat þar enn lengur. Á þennan hátt vildi hann læra sjálfur
og kenna öðrum að flýja lífið og störf þess með þrá þess og
áhyggjum, unaði og gleði.
I þessa átt eða þessu svipað hafa þeir byrjað fleiri, sem
önnur trúarbrögð eru við kend. Þeir hafa litið smám augum
á gleði lífsins og unað þess, og þeir hafa viljað kenna öðrum
hið sama. Þeir hafa séð öfgar nautnanna og lystisemdanna
og séð hve þær voru hættulegar mannshjartanu. Og þeir hafa
ekki séð annað ráð til þess að vinna bug á þeim óvini sannr-
ar mannlífsgæfu, en að kenna mönnum að fyrirlíta nær alla
gleði mannlegs lífs. Fyrir því forðuðust þeir hana í fylsta mæli
sjálfir og kendu öðrum hið sáma.
Nú mun yður vera ljóst hvað gestsaugað mundi sjá og hví-
líka undrun það mundi vekja hjá aðkomumanni, frá öðrum
trúarbrögðum, að heyra hvernig Jesús byrjar starf sitt, sam-
kvæmt því sem guðspjallstexti minn skýrir frá. Að hann byrjar
starf sitt á að leggja blessun sína yfir gleðina, og að fyrsta
för ]esú með lærisveinum sínum er för til gleðilunáar. Þetta
mun ekki hafa verið tilviljun ein, það sjáum vér af því, hve
oft Jesús víkur síðar í ræðum sínum að þessu sama efni, er
hann líkir hinu æðsta og fegursta við gleðina, og dregur dæmi
af henni er hann vill lýsa því, sem er óviðjafnanlegt. En
hverskonar gleði dregur hann þá dæmi af. Það er starfs-
gleðin og heimilisg'/edm. Þ. e. gleði bóndans, sem finnur
sauðinn, gleði húsfreyjunnar, sem finnur peninginn sinn,
gleði jarðræktarmanns, sem finnur fjársjóðinn á akri sínum.
Þ. e. gleði móðurinnar, sem horfir á nýfætt barnið sitt og
gleymir þjáningum sínum, og gleði föðurins, sem fær soninn
sinn heim aftur. Og hvað eftir annað dregur hann líkingar
af því, sem guðspjallið minnir oss á, af brúðkaupsgleði og
brúðkaupssiðum. Athugið vel ræður og líkingar Jesú og sjáið
hve oft hann notar hina jarðnesku gleði til að tákna hið
himneska, jafnvel guðsríkið sjálft. Vér sjáum af dæmum hans