Prestafélagsritið - 01.01.1924, Qupperneq 99
Preslafélagsriliö.
Kristur blessar gleðina.
95
gjöf er misnotuð einatt? Það má segja um gleðiþrá mann-
anna eins og skáldið frá Breiðafirði segir um viðkvæmnina:
„Veldur bæöi sælu og synd
svo sem með er farið“!
Gleðiþráin er oss ásköpuð, eins og guðsþráin, til að
knýja oss til að leita sannrar sælu og fullkomnunar. Hún á
að vera oss styrktarstafur í lífinu og leiðarljós á veginum til
drottins. Einmitt það knýr menn fastast til að leita hans, að
þeir finna ekki gleðiþrá hjarta síns fullnægt, fyr en í honum.
En hún veldur ekki einungis sælu, hún getur og valdið syndi
Þegar hún leiðist afvega eða finnur ekki réttan veg, þá verð-
ur hún, vegna ástríðu sinnar, einn hinn hættulegasti synda-
valdur mannheima, og sinn eiginn böðull. En einmitt af því að
gleðiþráin er Guðs gjöf, þá þurfum vér að læra að fara svo
með hana hjá sjálfum oss og hjá börnum vorum, að hún fái
valdið þeim sælu, en ekki syndar.
Og þeir sem sjá þær hættur og finna þær öfgar, hvar geta
þeir lært rétta aðferð gegn þeim? Þeir læra hana ekki af
trúarföðurnum, sem settist að undir trénu. Þeir læra ekki
réttu aðferðina með því að smá eða fordæma lífsgleðina eða
gleðiþrá æskunnar. Þeir læra hana af ]esú. ]esús hefir nýlega
tekið sér nokkra lærisveina. Allir eða flestir eru það ungir
menn. Og oss er óhætt að hugsa oss að þeir ungu menn
hafi þá í upphafi verið rétt eins og ungir menn gerast: Kátir
og fjörmiklir, orðhvatir eins og Pétur og Natanael, skapbráðir
eins og »þrumusynirnir« Jakob og Jóhannes, og viljað taka
sjálfir á hlutunum eins og Tómas; og allir hafa þeir verið
gæddir heitri lífsþrá og gleðiþrá; annars mundu þeir tæplega
hafa gengið þessum unga og ókunna, en karlmannlega, bjart-
sýna og lífsglaða leiðtoga skilyrðislaust á hönd. Og Jesús hefir
þekt þá. Lokar hann þá inni í kenslusal og vill hann þannig
halda þeim föstum við orð sitt? Fer hann þegar með þá út
í eyðimörkina til að draga þá út úr lífinu og freistingum þess
og hættum? Fer hann þá þegar að prédika fyrir þeim hvílík
ófreskja veröldin sé, og hvaða óargadýrum þeir muni mæta