Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 100
96
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið
á veginum, ef þeir vogi sér út í hana? — Nei. — Hann fer
með þá — í — brúðkaup!
Hann vissi að freistingarnar Iágu fyrir þeim, og hann vill
sannarlega vernda þá fyrir þeim hættum. En hann byrjar ekki
á heimsádeilunum. Hann byrjar ekki á að tala um fyrir þeim,
hve þessi æska sé orðin spilt og gjálíf á þessum síðustu og
verstu tímum. — Nei. — Hann fer með þá í brúðkaup!
Hann fer með þá inn á heimili, þar sem tvær ættir tengja
sitt kærasta saman á hátíðlegri og heilagri heitstund. Hann
lætur þá horfa á hvernig hrein og ósnortin æskan fer að
gleðjast með þeim, sem komnir eru að því að leggja niður
ferðastafinn. Og hann sýnir þeim að æskan getur átt sam-
eiginlegan unað með ellinni, þegar hún nær að sjá sínar feg-
airstu vonir rætast á börnunum sínum! Hann segir þeim ekki,
en hann sýnir þeim! Þeim varð það ljóst að þá gleði elskaði
hann, — og þá gleði vildi hann blessa! Og að menn hafi
eitthvað lært og séð, þegar hann sýndi þeim, það fáum vér
ráðið af því, að þegar frásagan er síðar færð í letur, þá endar
sagan á þessa leið, sem vér munum: — Og hann »opinber-
aði dýrð sína! — og lærisveinar hans trúðu á hann«! —
Og mér fyrir mitt leyti er það ekki fullljóst, í hverju hann
opinberar dýrð sína fegur og dásamlegar, í kraftaverkinu,
sem hann gerði, eða kensluaðferðinni, sem hann notar.
Þannig skín dýrð drottins út úr þeim sögunum, sem heima-
fólkið í kristninni þykist ekkert hafa af að læra.
Þessi frásögn mun nú geta kent oss tímabæra lífsspeki,
fyrir þetta bygðarlag, unga og gamla. Hvað er meira áhyggju-
efni fyrir þennan bæ og bygð, en ef hinir ungu dugnaðar- og
aflamenn, og þær sem eiga að verða mæður og fyrstu og
beztu kennarar ófæddu kynslóðarinnar, fá eigi fundið gleðiþrá
sinni fullnægju, nema í öfgunum einum? Ef nautnirnar og
augnablikssælan, verður metin meira, en jafnvel matur, drykk-
ur og lífsframfæri föður og móður og nánustu vandamanna?
Ef íburður, nautnir og skemtanir sumra þeirra, sem standa
einhleypir á sínum fegurstu fótum, leyfa ekki meiru afgangs
þeim »þörfum« einum, en þunga heimilið barnamannsins, sem