Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 102
98
Þorsieinn Briem:
Prestafélagsritiö.
legan unað. Ger þú þitt til að ellin fái glaðst með þér.
Reyndu að skilja hana, þá skilurðu ef til vill betur þig
sjálfan. Og ef þú reynir það, þá mun drottinn vor sjálfur
áreiðanlega opinbera þér dýrð sína í sannari og hreinni æsku-
gleði, en fyrir nokkurt verð verður keypt.
Og eigir þú að bera gæfu til þess að dýrð drottins opin-
berist á þér, þannig að aðrir fái séð það á lífi þínu, að þú
eigir dýrð drottins þér í hjarta, hafir öðlast trúna á hann og
kannað lífssambandið við hann, þá mun sú dýrð opinberast á
heimili þínu fyrst. Annarstaðar og á annan veg getur hún ekki
fyr opinberast. Sú sem fyrst allra vildi opinbera þér dýrð
drottins, hún gerði það, er þú hvíldir við brjóst hennar heima
á heimili þínu. Svo átt þú að opinbera drottins dýrð, með
kærleika þínum til hennar fyrst og framar öðru. Þér var hún
heima sýnd, svo átt þú og að sýna hana heima!
Eg hefi nú talað til æskunnar, út frá guðspjallinu. En hvert
orð til hennar vildi eg og láta ná eyrum yðar, þér eldri. Þér
hafið séð hvað guðspjallið fær kent yður. Þér hafið séð, að
þér sjálf eigið yfir þeim stað að ráða, sem drottinn vor kjöri
til að opinbera dýrð sína, svo hans lærisveinar tryðu á hann.
Þér viljið gera börn yðar að lærisveinum hans. Þér viljið að
þeir lærisveinar trúi á hann. Lát þá drottinn ná að opinbera
dýrð sína fyrir þeim á þeim stað, sem hann kjöri til þess.
Lát dýrð Guðs opinberast á heimili þínu og á sjálfum þér, á
tali þínu, á dómum þínum, á kærleika þínum, á gleði þinni,
á þolgæði þínu og styrkleik og þolinmæði. Dýrð drottins opin-
berast þar sem heimilið er gott, þar sem elli og æska eiga
sameiginlegan unað. Mundu þá, að til þess að svo verði, þá
er einnig nokkuð heimtað af þér. Ef æskan fær ekki að fullu
skilið þig, þína lífsreynslu, þínar hugsanir og áhyggjur, þá
verðurðu að minnast þess, að æskan stendur þar ver að vígi>
en þú sjálfur. Þú skilur æskuna ekki sjálfur oft og einatt, þú
ert ekki ungur með henni, hvernig á hún þá að vera gömu!
með þér. Flest elli hefur þó einu sinni verið ung, en heilbrigð
æska hefir aldrei verið gömul.
Munið hvernig Jesús fer að kenna sínum ungu lærisvein-