Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 103
Presiafélagsritið.
Kristur blessar gleðina.
99
um. Hann segir þeim ekki aðeins, en hann sýnir þeim. Hann
ávítar þá ekki, en hann sýnir þeim, hvað hann elskar og hvað
hann blessar! Elskaðu alla hreina og sanna gleði eins og
hann. Og blessaðu hana þegar þú sér hana á heimili þínu!
Verið þess fullviss að ]esús segir enn í dag: Þessa gleði elska
eg. Þessa gleði blessa eg! Og þar sem gleðiþrá æsku og elli
fær í sannleika notið sin saman, þar mun drottinn enn í dag
opinbera dýrð sína og lærisveinar hans trúa á hann.
HÁTÍÐLEG BISKUPSVIGSLA.
Hátíðlegust biskupsvígsla, sem nokkru sinni hafi átt sér
stað í Danmörku, er sú talin, sem fór fram í Frúarkirkju í
Kaupmannahöfn 25. febr. 1923. Voru þá hinir fimm nýkosnu
biskupar vígðir af Kaupmannahafnarbiskupi H. Ostenfeld. En
viðstaddir voru, auk annars fjölmennis, allir biskupar í Dan-
mörku, bæði hinir þjónandi og þrír, er fengið höfðu lausn frá
embættum, meir en 300 prestar, fulltrúar þings og stjórnar og
stofnana og fleira stórmenni. Sama daginn prédikuðu allir
nývígðu biskuparnir við síðdegismessu í sinni kirkjunni í Kaup-
mannahöfn hver.