Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 104
Prestafélagsritið
MERKILEG BÓK
UM UPPRISU KRISTS.
Eftir prófessor Hara/d Níelsson.
Lærður guðfræðingur suður í Wien hefir ritað ágæta bók
um leyndardóm upprisu JesúJ). Guðfræðingurinn heitir Ric-
hard Adolf Hoffmann og er doctor í guðfræði og prófessor
við evangelisku guðfræðideildina í höfuðborg Austurríkis.
Margar bækur hafa verið ritaðar um það efni, því að öld
eftir öld hafa menn talið upprisu Jesú þá meginstaðreynd, sem
kristnin væri reist á.
En frásögnum Nýja testamentisins um þann atburð ber ekki
saman. Fyrir þá sök hafa hugmyndir manna um upprisuna
orðið svo margvíslegar, og fræðimennirnir komist að svo mis-
munandi niðurstöðu.
Tvö guðspjöllin virðast ætla, að hann hafi svo að segja ein-
göngu birzt norður í Galíleu, en hin tvö, að hann hafi sýnt
sig áþreifan/egur suður í Jerúsalem. I samband við þær frá-
sögurnar hafa menn löngum sett þau ummæli guðspjallanna,
að gröfin hafi átt að finnast tóm. Páll postuli, sem ritaði I.
Korintubréfið mörgum árum áður en nokkurt guðspjallanna
var fært í letur, minnist ekki á gröfina og getur aðeins um,
að Kristur hafi birzt hvað eftir annað, en ekki getur hann
um það í bréfinu, hvar það hafi verið. Hitt telur hann vand-
lega upp, hverjum hann hafi birzt.
Allar frásögurnar eru nú gagnrýndar af mikilli nákvæmni í
I. kafla þessarar bókar og hallast höf. að þeirri skoðun, að
Kristur hafi birzt norður f Galíleu, og það stundum áþreifan-
1) Das Geheimnis der Auferstehung Jesu. — Oswald Mutze, Leipzig 1921