Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 112
108
Haraldur Níelsson:
Preslafélagsritið•
koma lil greina, þegar dæma á um það, hverrar legundar
upprisulíkami Jesú var og hvernig hann birtist og yfirleitt um
þær opinberanir, sem N. tm. getur um.
Þótt hann leggi mikið upp úr sumum skeytunum, eru hon-
um auðsjáanlega vel kunnir þeir örðugleikar, sem virðast vera
á sambandinu, enn sem komið er, og allir þeir þekkja, er
lengi hafa fengist við þessar rannsóknir.
Hann minnir á það, er ameríski sálfræðingurinn og sálar-
rannsóknamaðurinn William James sagði í einni ritgerð sinni,
þar sem hann skýrði frá samræðum sínum við þá Myers og
Hodgson fyrir tilhjálp sama miðilsins (frú Piper), sem þeir höfðu
sjálfir gert miklar tilraunir með í lifanda lífi. James segir, að
þeir kvarti undan því, hve erfitt sé að koma hugsunum sín-
um gegnum líffæri miðilsins. Hodgson segir, að sér fari eins og
blindum manni, sem sé að leita að hattinum sínum, og Myers
haldi því fram, að miðlarnir þýði hugsanir sínar, eins og skóla-
piltur, sem fyrsta sinn reynir að þýða Virgil.
í fjórða kaflanum sýnir höf. nú fram á, hvernig líta verði
á frásögur N. tm. um upprisu Jesú í þessu nýja þekkingar-
ljósi. Hann telur vafalaust, að þar hafi verið um líkamningar
að ræða. Fyrir því hafi hinn upprisni verið áþreifanlegur. Og
vel sé hugsanlegt, að meiri sannleikur sé fólginn jafnvel í frá-
sögum Jóhannesar-guðspjalls um það, hvernig Jesús hafi birzt,
en nú sé almennast álitið af guðfræðingunum. I þessum kafla
minnist hann og á ýmsa aðra undursamlegustu atburðina, sem
N. tm. íalar um, svo sem ummyndunina á fjallinu, þá er Móse
og Elía birtust, um hvítasunnu-undrið (með tungutalinu), sýn
Páls hjá Damaskus og frelsun Péturs úr fangelsinu. Hin nýja
þekking geri alla þessa atburði trúlega og varpi merkilegu
Ijósi yfir þá. Augsýnilega hafi Pétur framar öðrum í postula-
hópnum verið gæddur miklum sálrænum hæfileikum. Fyrir því
hafi svo margt undursamlegt komið fyrir hann eða gerst í
návist hans.
I þessu sambandi leyfi eg mér að láta þess getið, að eg
efast um, að rétt sé skýring próf. Hoffmanns á hinum alkunnu
orðum Péturs á fjallinu: »Rabbí, gott er oss hér að vera; og