Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 114
110 H. N.: Merkileg bók um upprisu Krists. PrestaféiagsritíB.
Mér er það mikið gleðiefni, að próf. Hoffmann hefir haft
þor til að rita slíka bók og gert það af svo mikilli þekkingu,.
ekki aðeins á N. tm., heldur og á sálarrannsóknunum. Mér
vitanlega er hann fyrsti guðfræðiprófessorinn í Norðurálf-
unni, sem ritar slíka bók um upprisu ]esú.
Héðan af hlýtur hver sá kennari í biblíuskýring, sem fylgj-
ast vill með tímanum, að kynna sér þessi efni. Það fer líka
að verða kirkjunni hættulegt, að prestarnir séu með öllu fá-
fróðir um niðurstöðu sálarrannsóknanna. Kirkjan mun fá að
reyna það, að afli prestarnir sér ekki slíkrar fræðslu, taka þeir,
sem betur vita, sig smátt og smátt út úr kirkjunni og mynda
stóra söfnuði utan hennar.
Grein þessa hefi eg skrifað, til þess að benda fyrst og
fremst prestunum á þessa ágætu bók. Þeir munu græða
mikið á því, að afla sér hennar og lesa hana vandlega.