Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 115
Prestafélagsritiö.
ALÞJÓÐAFUNDURINN í PQRTSCHACH.
30. maí til 10. júní 1923.
Eftir séra Friðrik Friðriksson.
Kristilegt félag ungra manna (K. F. U. M.) var stofnað
1844 í Lundúnum. Það var fyrir unga menn 15 ára og eldri.
Það breiddist fljótlega út til margra landa og 1855 var haldinn
fundur í París af fulltrúum frá öllum þeim löndum, sem þessi
félagsskapur var kominn til. Síðan voru margir slíkir alþjóða-
fundir haldnir.
Arið 1878 var sett á stofn alþjóðastjórn félagsins og átti
aðalhluti stjórnarinnar sæti í Genéve í Schweiz. — Fyrst
framan af var starfinu aðallega hagað eftir þörfum fullorð-
inna ungra manna, en brátt sáu menn að ekki var síður þörf
á starfi fyrir unglinga og drengi. Og óx það starf æ síðan.
Fyrsti allsherjarfundur um starf meðal drengja var haldinn í
júlí 1914 í Oxford á Englandi og sóttu þann fund 75 menn
frá 19 löndum. En þá kom stríðið mikla og lá drengjastarfið
að mestu í þagnargildi, þangað til því var hreyft árið 1920,
og var þá tekið að undirbúa alþjóðafund sem ákveðið var að
haldinn skyldi árið 1923. Var svo verið að undirbúa þann
fund í 3 ár. Störfuðu að því nefndir í öllum heimsálfum, er
áttu að safna skýrslum um allan drengjahag, líf þeirra og
uppeldi um allan heim. — Þegar alt var til, var svo fundar-
staðurinn ákveðinn í Pörtschach í Kárnten í Austurríki, og fund-
artíminn 30. maí til 10. júní 1923. Lét alstjórn K. F. U. M.
byggja þar stóran fundarskála, því í þessum litla bæ var eng-
inn salur nægilega stór fyrir fundarmenn. En bærinn er bað-
staður við Alpavatn það er Wörtersee heitir og voru því