Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 118
114
Friðrik Friðriksson:
Preslafélagsritið.
hvað 12 slíkir flokkar hver með sitt viðfangsefni. Þar hittust
og kyntust þeir sem höfðu lík áhugamál, og var þetta einna
lærdómsríkasti kafli dagsins.
Eftir kvöldverð kom svo allur þingheimur saman kl. 8. Þá
voru fluttar ræður og fyrirlestrar til kl. 9. Þar næst ýms
minni erindi um starfið í hinum ýmsu löndum. Og svo endað
laust fyrir 10 með sameiginlegri stuttri guðsþjónustu. Svo fóru
menn heim hver til sín, og komu þá allir þeir sem bjuggu
í sama húsinu saman og héldu stuttan sambænafund. Það
voru ógleymanlegar stundir. I húsinu, sem eg bjó í, voru Búlg-
arar, Pólverjar, tveir Japanar, 2 Skotar, einn Ameríkani og
einn Itali. Við báðum allir saman, hver á sínu máli. Það var
dásamlegt að finna einingu hjartnanna þótt vér ekki skildum
orð hvers annars. Einn og sami andi sameinaði oss alla og
vorum vér samt frá mismunandi kirkjudeildum, en alt slíkt
hvarf fyrir því, sem batt oss saman, hinni sameiginlegu trú á
Jesú Krist. — Og þannig var það á öllum fundinum. —
Eitt kvöld talaði yfirbiskupinn í Saloniki. Hann var í skrúða
sínum með krókstaf í hendi og hélt snjalla ræðu. Og er hann
að síðustu lyfti upp hendinni og blessaði samkomuna með
postulablessuninni á grísku, þá fanst mörgum eins og þeir
fyndu andblæ frá postulatímunum ganga í bylgjum yfir salinn.
Þetta andrúmsloft sameiningarinnar meðal þjóða og kirkna
heimsins gerði dagana í Pörtschach svo ógleymanlega og
yndislega. Alt stuðlaði líka að því. Bærinn liggur á tanga út
í Wörtervatnið. Skógklæddar hæðir umlykja vatnið, en hring-
inn í kring gnæfa Alpafjöllin upp í hátignarlegri eyðidýrð. —
Hvar sem auganu varð litið, blasti við fegurð. Og fólkið í
þessum yndislega smábæ var svo vingjarnlegt og góðlátt og
vildi alt fyrir oss gera. Og svo allar þessar mörgu þjóðir
samankomnar. Nær því allir kynþættir og litarhættir mannkyns-
ins samankomnir á þessum litla bletti, allir í sameiningu hjart-
ans í samstarfi um sameiginleg áhugamál, alt þetta var svo
mikilfengt og hugtakandi sem mest verða mátti. — Allar
kirkjudeildir áttu þar fulltrúa, nær því allar stéttir manna áttu
þar sína menn. Þar var konungsson frá Svíþjóð og tveir enskir