Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 16

Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 16
10 S YRP A og að bláfuglinn var sjúkur af ástarfcrá á meSan aS unnustan var á leiSinni að sunnan. — Og hinni ungu mær fór að þykja vænna um fjaSrir og marglitaSar skeljar og mjúk dýraskinn heldur en áSur. Og hún raulaSi oft fyrir munni sér, 'þegar hún reikaSi um skóginn: “HveT vill nú sauma mér safalafeld? Og hver vill nú SmíSa mér barkarbát? Ó, kveSi nú einhver um kappann!" Og þá fanst henni, aS hjartaS verSa svo Ifuilt, og einhver vera aS fela sig í kjarrinu. Var þaS hann? Hver? Þegar systurnar voru gj a'fvaxta, iþá leizt Kívatin konungi svo vel á þær, aS hann skipaSi sonum sínum aS eiga þær. Vildi hann aS Blástjarna yrSi kona yngsta sonar síns, en aS elzti sonur sinn yrSi maSur yngstu systurinnar. — En systumar höfSu sterka óbeit á kóngssonunum, þær þorSu samt ékki aS láta mikiS á því bera. “Sæmir þaS,” sagSi Blástjarna, “aS valurinn eigi rjúpuna fyrir konu ? ’ ’ “Ekki er þaS tilhlýSilegt,” sagSi Kívatin konungur, “en val- urinn má vel viS una aS eiga konu af arnarættinni.” "ViS systurnar erum herteknar,” sagSi Blástjarna. “En þó kóngsdætur,” sagSi Kívatin, “og aldar upp meS Kristinotum. — ViljiS þiS, eSa villjiS þiS eklki, eiga sonu mína?” Systurnar báSu um frest til umhugsunar. Kívatin konungur Mó. “Hvenær hefir slíkt heyrst áSur?” sagSi hann. “En samt ,skal eg verSa viS bón ykkar. —r- Nú eru lauífin aS detta af stóru björkinnis sem stendur viS fossinn hérna. Eg skall bíSa eftir svari ykkar, þangaS til laufin koma aftur út á greinum hennar.” Blástjarna heyrSi goluna andvarpa. Hún sá grettar konur meS úfiS hár sitja á skýbólstrunuim á norSurhimninum. ÞaS fór hrollur uim hana, og henni fanst aS kaldir ifingur grípa utan um hjartaS. HaustiS leiS. Veturinn kom í hvítum Ifeldi, steig þungt til jarSar, púaSi í hélaS skeggiS og stundi þungan. NorSanstorm- urinn æddi öskrandi yfir lönd og sjó, og bar í fanginu snjóinn og frostiS og — dauSann. Furutrén veinuSu. Og úlfarnir földu sig. Altsf varS kaldara og kaldara og enin kaildara, þangaS til aS þykk íshella var komin á alian stóra flóann og hiS breiSa sund fyrir norSaustan. NorSurljósin breiddu sig um nætur yfir meira en hálfan himininn. Þau voru aldrei kyr, en drógust sundur og

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.