Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 30

Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 30
24 S YRP A Sem eSlilegt er, urSu allmiklar umræSur um nýmæli þetta, bæSi á meSan frumvarpiS var fyrir þinginu og eftir aS þaS varS aS lögum, og voru skoSanir manna og blaóa margvíslegar. En þaS er lítill vafi á, aS í Kansas-ríki hafa lögin all-eindregiS fylgi. AS minsta kosti barst ríkisstjóranum sægur af bréfum og símskeytum úr öllum hlutum ríkisins strax og lögin gengu í gildi, er hétu liSsinni í aS framfylgja þeim> Surnt af verkalýSn- um virtist í byrjun vilja veita mótspyrnu, en lítið sem ekkert varS úr því. Þannig gerSu um 400 kolanemar verkfall tveim- ur dögum eftir aS lögin gengu í gildi, í mótmæla-skyni gegn þeim aS sagt er, en fóru aftur aS vinna daginn eftir, enda hóf hinn nýi dómstóll tafarlaust rannsókn í málinu. ÞaS er lítill vafi á, aS lmkolanema-verkfallið mikla, snemma í vetur, hratt þessari löggjöf af staS. ÞaS verkfall kom ekki síSur hart niður á íbúum Kansas-ríkis en öSrum í Bandaríkjun- um austanfjalla, og til þess aS varna því, aS fólk dæi úr kulda og flutningar teptust algerlega, fekk hiS opinbera sjálfboSa — þar á meSal lærisveinana viS æSri skólana — til þess aS vinna aS kolatekju, og verndaSi þá meS herliSi. AuSvitaS eru ýmsir verkamanna-leiStogar á móti lögunum, því, eins og sum blöS benda á, er atvinna þeirra í veSi. Þann- íg hefur Alexander Howat, forseti Kansas kolanáma-verka- manna, svo gott sem sagt lögunum stríS á liendur, meS því aS hann kvaS hafa fariS fram á viS kolanema í ríkinu aS fara burt þaSan, og varaS aSra kolanema viS aS flytja þangað, á meSan lögin sé í gildi. Aftur á móti líta aSrir alt öðrum augum á máliS. Þannig segir blaSiS Kansas City 7'imes þaó sem fylgir um lögin : ,,Þau opna verkalýSnum dyr, þau gefa honum dómstól sem sér um, aS hann fái alt sem hann á heimtingu á meS réttu, og þetta fær verkalýSurinn án þess aS viShafa gömlu ofbeldis- aSferSina, verkföll og upphlaup. Þau ábyrgjast aS ríkiS verndi verkalýSinn, og þaS án þess aS höfuSstóll, sem í fyrirtækjum liggur, sé eySilagSur. En, umfrarn alt, eru lögin til almenn- ings-heilla. Þau eru ekki í orósins rétta skilningi gjörSardóms- lög. Þau eru ekki, eins og verkamanna-leiStogar nefna þau, ,,anti“ (móti)-verkfalls-lög. Þau eru til þess aS gefa almenn- íngi þá vernd, sem hann ekki getur fengiS nema stjórnin taki í taumana ; og sérhver takmörkun, sem lögin gera, jafnt gagn- vart höfuSstól og vinnuafli, er bara atriSi í aSal-augnamiSinu, sem sé aS vernda almenning11. ÞaS verSur fróSlegt aS sjá, hvernig lögin reynast. Ef þau hepnast vel, verSur sjálfsagt samkyns löggjöf reynd víSar. Ef þau mishepnast, veróa þau auðvitaS numin úr gildi á sínum tíma.

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.