Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 18

Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 18
12 S Y R P A inn, “svo menn geti skemt sér litla stund; menn gleyma á meðan ihungrinu og kuldanum. “Fyrst vill eg komast aS t>ví," sagði Kivatinn konungur, "hvaðan mennirnir eru, og hví iþeir láta svona frámimalega skop- lega, eins og þeir vaeru gaidraimenn eSa meSalamenn. Eg hefi því einsett mér aS Dáíta þá liifa og láta Iþá læra aS mæla á okkar tungu. Og á meSan þeir eru aS komast niSur í málinu, vil eg aS þeir séu frjálsir og miegi óhindraSir ganga á meSail fólksins, kynn- ast öllum, tala viS alla, og búa í Iþeim tjöldum, sem Iþeim þóknast. Þeir mega vera í þessu tjaldi (wigwam) í dag og í öSru á morgun, rétt eins og þeir vilja. Enginn má styggja þá, á meSan þeir styggja ekki aSra. — En þegar þeir hafa lært máliS svo vel, aS þeir geta sagt mér þaS, sem eg vil aS þeir segi mér, þá getur svo fariS, aS þeir verSi aS Stíga hellfarardansinn, elf þeim og mér Semur ekki.” AS þvi miælitu lét hann færa hinum hvítu mönnum karfbú- dýra kjöt aS borSa, þó þröngt væri í búi hjá honum. Og um kvööldiS fékk hann hverjum þeirra tvo stóra bjarnarfeldi. ÞaS voru sængurifötin. Hinum hvítu mönnum leiS vell. Þeir fóru um á meSal fólksins, og enginn amaSist viS þeim. Þeir fóru brátt aS safna kröftum og fitna. — MaSurinn meS talnábandiS og hvallbeinskrossinn var undra Fljótur aS læra mál Kristinota. Og öllum þótti mest aS honum ikveSa. Blástjarna horfSi oft á hann, þegar hún hélt aS hann sæi þaS ekki. Veturinn leiS. VoriS kom brosandi meS rjóSar kinnaT, þaS var í grænum möttli. ÞaS raullaSi /fyrir munni sér, þegar þaS kom, en þaS kom seint. ÞaS vakti blómin alf hinum langa vetrardvala og vdlgdi blóSiS í froskinum. — "Mér er aldrei kalt," sagSi froskurinn. En samt fraus blóSiS í honum á hverjum vetri. — VoriS breiddi glitábreiSu á jörSina og klæddi skóginn í grænan skrúSa. öspin iSaSi af kæiti, og píIviSurinn grét af gl'eSi, af því aS blessuS sólin var svo góS viS þau. ÖIl trén í skóginum breiddu út faSminn á móti vorinu — öll — nema eitt. Björkin viS fossinn stóS hnípin og hljóS. Hún var í engum SkrúSa. ÞaS komu engin lauf út á greinum hennar — ekki einu sinni lítiS brum. Björkina viS fossinn hafSi kaliS um veturinn. “Nú er skógurinn 'laufgaSur^’ sagSi Kivatinn konungur viS Blástjörnu, “og nú vil eg fá svar ykkar systranna.” "Björkin viS fossinn hefir enn ekki skotiS út brumi,” sagSi Blástjama.

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.