Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 29

Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 29
SYRP A 23 ina aS dómara í atvinnumála-deilum, fyrsta ríkiS er gefi stjórn- inni vald til aS ákveSa hvaS skuli vera lægsta kaupgjald. Ofan- greind lög, er nefnast „Industrial Court Law“ (lög um iSnaSar- mála rétt), gera ekki ráS fyrir nokkurskonar gjörSarnefnd í mis- klíS milli verkgefenda og verkamanna, heldur setja þau á fót reglulegan dómstól, er þrír reglulegir dómarar sitja í, og sem hefir fult vald til aS rannsaka alt, er snertir vinnu og iSnaðar- kringumstæSur, og skipa fyrir um alt er þessi mál snertir, eftir því sem þurfa þykir. Auk þess, sem þegar er sagt, er aSal inn- tak laganna — eftir því sem fréttir frá stjórnarsetri Kansas-rík- is segja — sem fylgir : Ríkisstjórinn útnefnir dómarana til þriggja ára, og skulu þeir hafa $5000 laun á ári hver um sig. Rétturinn, þaS er þessi nýi dómstóll, kemur í staSinn fyrir og tekur viS starfi hinnar svo nefndu „Public Service Commission". Hann hefir umsjón með tilbúningi og undirbúningi allrar fæSis-framleiSslu, á hvaSa stigi framleiSslunnar sem er, umsjón meS öllu sem aS fram- leiðslu klæSnaSar o. s. frv. lýtur, umsjón meS öllu námastarfi og eldsneytis-framleiSslu, og umsjón meS flutningi allra nauð- synja innan ríkisins. Aó hætta framleiSslu í nefndum greinum og stöSvun á flutningi nauSsynja skal vera ólöglegt. Þegar miskliSur rís upp viSvíkjandi nefndum fratnleiSslu-greinum, miskliSur sem hætta er á aS skaSi áframhald og gagnsemi fram- leiSslu og flutninga, má rétturinn strax byrja rannsókn. Rétt- urinn má bæta viS eSa breyta hvaSa vinnusamningi sem er_ Ef annarhvor eSa báSir málspartar, í deilu um nefnd efni, neita aS hlýSa fyrirskipan réttarins, þá má ríkiS taka í sínar hendur þá atvinnugrein, sem umeraS ræSa, og starfrækja hana. Verka- manna-félög mega fá löggilding, en eru ekki skyldug til þess. „Gollective bargaining11 (þaS. aS einn eSa fleiri menn semji fyr- ir hönd hóps af verkamönnum viS verkgefendur) er viSurkent sem réttmætt, en að ,,picket“ (hafa menn á verSi til aS varna verkafólki frá aS fara til vinnu sinnar) eða gera verkamönnum ónæSi, skal vera ólöglegt. Engan verkamann má reka úr vinnu fyrir það, aS koma fyrir réttinn, hvort sem er til að kvarta eSa bera vitni. AS gera verkfall í óleyfi laganna varS- ar $500 sekt eSa sex mánaSa fangelsi, eSa hvorttveggja. AS fyrirskipa, kalla eSa stuSla aS verkfalli skal teljast glæpur, og liggur viS fimm ára betrunarhúss-vist eSa $1000 sekt, eSa hvorttveggja.

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.