Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 37

Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 37
S YRP A 31 SITT AF HVERJU. Landfarsótt sú, inflúenza, sem á síðustu ár- INFLÚENZA. um hefur veriö kend við Spán, — spanska sýkin — veður nú aftur yfir Norður-Ame- ríku og er allskæð, einkum í stórborgunum, t. d. New York og Chicago, en er samt hvorgi nærri eins mannskæð eins og fyr. ir 1—2 árum síðan, því fylginautur hennar, lungnabólgan, er ekki líkt því eins tíó og þá var. Og sýkin gengur víðar um heiminn en hérna megin hafsins, t. d, í Japan og í mið-Evrópu löndunum, og kvað vera all-skæð. Influenza er gömul sýki, eftir því sem doktor Francis Heckel segir í Parísar-blaðinu L’JUustration. Hann segir, að sýki þessi hafi fyr á öldum verið talin ein af „pestunum" eða ,,plágunum“, sem voru nöfnin er menn þá gáfu öllum illum eða mannskæðum sóttum, því á þeim tímum kunnu menn ekki að gera greinarmun á taugaveiki (typhus), barnaveiki (diptheritis), lungnabólgu (pneumonia), kýlasýki — svarta dauða — (bubonic plague), influenzu og öðrum sóttum. Sérhver af sóttum þessum hefur sín sérstöku einkenni, en allar hafa þær sameiginleg merki, svo að jafnvel þann dag í dag eiga læknar stundum bágt með að segja með vissu, hvaða veiki hinn eða þessi hefur tekið, fyr en hún hefur þróast talsvert. Menn hafa nú all-greinilegar sögur af influenzunni sem um gangs-sýki síðan á fimtu öld e. Kr. í fimtán aldir hefur sýkin gengið yfir reglulega frá 5 til 10 sinnum á hverri öld, að 18. öld- inni undanskilinni, því þá gekk sýkin yfir enn oftar. Nítjánda öldin var óvanalega laus við influenzu, því þó hún gengi nokkrum sinnum, þá var hún létt. En í síðasta skift- ið, er hún kom á nefndri öld, sem sé árið 1889, gerði hún vart við sig á hverjum vetri þangað til 1895, og mátti þannig heita að hún lagi í landi í samfleytt 6 ár. Nafnið ,,influenza“ telst frá árinu 1742, því þá var sýkinni gefið það á Ítalíu. Um sömu mundir var sýkinni gefið nafnið ,,grippe“ á Frakklandi. Orðtakið „facies grippe“ hafði áður verið viðhaft til þess að lýsa mögru, saman dregnu andliti, með

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.