Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 28

Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 28
22 S YRP A líkur til að ástandiS, sem nú er, lagist í nálægri framtíS? Vér, fyrir vort leyti, erum svo bjartsýnir aS trúa því staSfastlega, aS heilbrigS skynsemi fái yfirhöndina, og aS þolanlegt skipulag komist á víSast hvar í heiminum áður en langt um líSur, í staS þess aó ætla, aS alt lendi í stjórnleysi og aS menningar þjóSirn- ar hrapi aftur niSur í miSalda-myrkur, eins og sumir virSast í- mynda sér. Vér, meira aS segja, trúum því, aS afleiSingin af öllum ófriSnum verSi sú, aS gagngér breyting til batnaSar kom- ist á í mannfélags-skipaninni, aS minsta kosti í mentaSri lönd- unum, breytingar, sem e£ til vill hefSi útheimt marga tugi ára— ef ekki aldir — aS koma á undir vanalegum kringumstæSum. Oss finst aS vér getum tekiS undir meS bjartsýna skáldinu, Matth. Jochumssyni, þar sem hann segir: ,,Bölvun alla blessun hylur, bíSum meSan sjatnar grand“. Mörg óeSlileg bönd hafa losnaS viS hinn voSalega hristing ófriSarins, margar þjóSir, stórar og smáar, sem undirokaSar hafa veriS um lengri og skemri tíma, hafa náS og munu ná frelsi sínu, sem afleiSing stríSsins, margar miljónir af fólki, er áSur var réttlaust eSa réttlítiS, hafa náS eSa munu ná rétti sínum í mannfélaginu sem afleiSing þess, o. s. frv. — Vér höfum ekki nægilegt rúm til þess aS fara lengra út í þetta efni aS þessu sinni, en hugsum oss aS gera þaS síSar, eSa þegar dálítiS fastari skipun er komin á hlut. ina. FullnaSarúrslit margra mála hafa orSiS aS bíSa þess, aS frióarsamníngarnir viS Þjóðverja gengi í fult gildi, Þar á meS- al var þaS, aS þjóSa-sambandiS (League of Nations) gat ekki tekíS til starfa fyr, vegna þess aS grundvallarlög þess eru hluti af og innifalin í friSarsamningunum. VERKFALLA Kansas-ríkið hefir oftar én einu sinni sýnt.aS LÆKNINGIN ÞaS er ótrautt aS ríSa á vaSiS þegar ræða er I KANSAS. um nýmæli í löggjöf, eSa, eins og sum Banda- ríkja blöS komast aS orSi, ,,stökkva yfirgirð- inguna þegar önnur, kjarkminni ríki standa viS hliSiS og bíSa eftir aS einhver opni þaS‘‘. Þing ríkisins hefir, sem sé, samþykt lög, sem kend eru við ríkiestjórann Henry J. Allen, og sem gengu í gildi 24. jan. þ. á., er banna verkföll innan Kansas-ríkis. BlöSin benda á, aS Kansas sé fyrsta ríkiS í sam- bandinu er beinlínis banni verkföll, fyrsta ríkiS er geri stjórn-

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.