Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 9

Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 9
S Y R P A 3 um frumsömdum á íslenzku (Sagan eftir J. M. Bjarnason : „í Rauðárdalnum“, heldur áfram til enda — nú eftir fullur þriðj- .ungur af henni). 2. —Frumsamdar og þýddar ritgerðir um ýms mikilsvaröandi mál, sem á dagskrá eru í heiminum. 3. —Um merka menn, fyr og nú. 4. —Stuttar ritstjórnargreinar um ýms efni. 5. —Góð, frumort ljóð. 6. —Um landbúnað: ýmislegt er lýtur að akuryrkju, kvikfjár- rækt, o. s. frv.. og vorða má bændum til gagns og leiðbeiningar. „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi“ engu síður nú, en þegar forfeður vorir bjuggu til þenna málshátt, og því mun SYRPA leggja áherzlu á búnaðarbálkinn, enda býst liún við að hafa aðal-styrk sinn hjá bændastéttinni, eins og að undanförnu. 7. —Sitt af hverju : Samtíningur af ýmiskonar fróðleik, svo sem nýjar uppgötvanir, merk mannvirki, o. s. frv. 8. —Vandaðar myndir af ýmsu tagi, 9. —Móðurmálið: Um orð og orðaskipun, sem slæðst hefir inn í íslenzkuna — bæði í ræðu og riti — en sem ætti að útrýma. Fyrirspurnum viðvíkjandi þessu efni verður svarað í SYRPU. 10. —Bókafregnir : Nýjar, merkar bækur, bæði á íslenzku og öðrum málum, og stuttir dómar um þær, er því verður við komið. 11. —Skrítlur, hnyttileg svör o. s. frv. Auðvitaó verður ekki alt, sgm að ofan er nefnt, í hverju hefti SYRPU. en áformið er að hafa hvert hefti sem allra f jöl- breyttast. Eins og gefur að skilja, verður SYRPA ekki fréttablað í sama skilningi sem vikublöð og dagblöð, en í ritgerðum verður skýrt frá gangi merkra mála i aðgengilegri búningi en vanalega er gert í blöðum ; og sérstaklega verður leitast við að hafa frá- sögnina algerlega óhlutdræga og ólitaða af flokksfylgi — byggja hana á þeirn áreiðanlegustu gögnum, sem föng eru á. Verðið á hinni stækkuðu SYRPU höfum við ákveðið $2.50 um árið, og er það liið sama og ritið hefir kostað að undanförnu, miðað við stækkunina. En aukist kaupenda-tala mikið. eða út- gáfukostnaður lækki til muna, höfum við hugsað okkur að stækka ritið enn meir (auka arkaf jölda á ári), eða lækka verðið. Eins og stendur er ómögulegt að setja verðið lægra, ef fyrir- tækið á að verða til frambúðar. Við stígum þetta spor—að stækka SYRPU---Í því trausti, að allir gamlir kaupendur haldi áfram að kaupa ritið og að margir nýir bætist við. Félagsnafn okkar. sem útgefendur SYRPU, er : „THE SYRPA PUBLISHING COMPANY “. Ólafur S. Thorgeirsson. Sigtr. Jónasson.

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.