Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 20

Syrpa - 01.01.1920, Blaðsíða 20
Í4 svrpa Báðar yngTi systumar komu nú fram úr manriþrönginni, því að þaer elskuðu hina hvítu mennp og þær námu staðar hjá þeim. “ Og þú, Blástjarna, vHt þú eiga hvíta manninn með talna- bandið, ef hann bendir á þig?” sagði ikonungurinn. “Hann vill enga konu eiga,” sagði Blástjarna. “En ef hann vildi eiga konu og benti á íþig, mundir þú þá vilja verða konan hans?” Blástjarna þagði. Hún skildi, hvað Kivatinn konungur var að faTa. Hún vissi, að hverju hann Var að leita. Hún vissi, að hann vildi að ihún segði það upphátt frammi ifyrir öllu fólkinu, að hún vildi iheldur eiga hvítan mann en yngsta son (og augastein) konungsins. En hún hafði óbeit á konungssonunum. Hún fann að hún elskaði hvíta manninn með talnabandið. Hún halfði elsk- að hann strax og hún ®á hann. Hún ihefði glöð viljað deyja með honum — viljað deyja fyrir hann. Samt elskaði hann ekki hana aftur á móti. Það var það átakanlegasta af því öllu. Var hún þá svona andstyggileg í augum hans? — Skógurinn varð svartur og það lagði nálykt upp af grasinu, sem hún stóð á. “Nú má láta hina hvítu gesti stíga helfarardansinn," kallaði Kivatinn konungur hvellum rómi. Konungssynimir æptu heróp. Systurnar þrjár fórnuðu hönd- um. Fólkið iþagði. Hinir ihvítu menn istigu hellfarardansinn lengi dags. — Enginn hefir ánægju af, að þeim dansi sé 'lýst. Þann dans stígur eng- inn tvisvar. Hinir hvítu menn kvörtuðu aldrei um það, að þeim þætti þetta þreytandi leikur. Til þeirra heyrðist ekki stunur né hósti. En þegar leið á daginn, ka'llaði Kivatinn til sona sinna: “Hinir hrvítu menn,” sagði hann, “gjörast nú sárfættir mjög og móðir, og sé eg að það sækir þá mikill þorsti, og mun því vera bezt að hætta gamanleik þessum og lofa þeim að slökkva þorstann í fossinum.” Fám augnablikum síðar var þrem hvítum mönnum (með bundnar ihendur á bak aftur) hrundið fram af háum klettastalli, sem var við fossinn. — “Feigð!" sagði fossinn. En iþegar sólin var að síga til viðar, þá gengu systurnar þrjár fram á klettastallinn við fossinn. "Hlustið á orð mín, Kristinotar,” sagði Blástjarna og hár hennar var úfið. “Eg heyri rödd í vindinum og sé myndir í skýj- unum þarna. Röddin hrópar um hefnd fyrir slæm't verk, sem hér var framið í dag; en myndirnar sýna það, sem fram á að koma, þegar aldir renna. Gaupan (lynx) getur ekki horft framan í tunglið, af því hún skammast sín fyrir grimd mannanna; og úlfur- inn grætur yfir miskunnarleysi manns við mann. — Þeyl — Heyr- ið þið ekki þytinn í loftinu? Það eru refsinornirnar. Þær koma að norðan og austan. Þær þylja bölbænir. Þær segja að sólin sé reið, tunglið sé reitt og stjörnurnar séu reiðar. Þær segja að andar hinna framliðnu séu hnípnir og Iþjáist þunglega, af því að Kristinotar hafi framið svo mikið hermdarverk, að jafnvel nóttin

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.