Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 3

Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 3
Settu nafnið mitt i staðinn. Sólin skein svo undur fagurt á skipið, sem sigldi langt undan landi, og ljósgeislarnir streymdu einnig inn í káetu skipstjórans, en hann gaf þeim lítinn gaum, því að hann lá hættulega veikur. Hann hafði verið kærulítill gáleysingi í andlegum efnum og aldrei hugsað um að sjá sálu sinni borgið, en nú þegar hann sá a.ð skammt mundi til dauðans, varð hann gagntekinn af ótta og skelfingu. Hann ságði við sjálfan sig: „Likami minn fær hrátt að hvila á mararbotni og það skiptir minnstu, en hvað verður þá um sálu mína?“ Hann lá og var í þungum hugsunum; synd- irnar hans urðu stórar sem fjöll og sögðu: „ fhí kemst aldrei í Guðs ríki, við sjáum um það.“ Hann varpaði sjer á ýmsar hliðar, reyndi að reka brott þessar hugsanir, en það lánaðist okki. Loks sendi hann eptir yfir stýrimauninum. „Lítið þjer á Vil- hjálmur“ sagði hann, „jeg get. líklega. ekki lifað lengi úr þessu, en jeg or lieldur ekki viðbúinn að deyja. Getið þjernú ekki hjálpað mjer? Lesið þjer

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.