Vekjarinn - 01.06.1903, Side 9

Vekjarinn - 01.06.1903, Side 9
9 að hann hjelt að þetta væri kristindómur, og sneri baki að honum. Tíminn leið. Seinna kvongaðist hann. IConan hans, hún hjet Margijet, tólc sinnaskipti og varð Guðs barn skömmu eftir giptinguna. Henni þótti vænt um hann Jón og vildi að hann yrði sjer samferða heim til Guðs. En hún sagði aldrei: „Farðu!“, en allt af „komdu“. „Viltu ekki koma með mjer i kirkjuídag? — Góði komdu!“ „Kom þú nú á samkomu vinur minn, bara í þetta skipti.“ Pannig komst hún opt að orði. Og á kvöldin, þegar hann kom heim fiá störfum sínum sagði hún: „Heyrðu Jón, komdu! Mjer var lánuð góð bók; langar þig ekki til að lesa dálítið í henni fyrir mig meðan jeg er að bæta?“ Jón gat aldrei sagt nei, þegar Margrjet sagði: „kom!“ Einu sinni las hann fyrir hana úr ritningunni, og eptir það tók hann hana stundum óbeðið. Svo var það eitt kvöld að hann rak sig á þessi orð: „Koviið til mín allir þjer, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, jeg mun gefa. yður hvíld! “ „Ó, Margrjet,11 sagði hann, „biblían er alveg eins og þú. — Nú sje jeg það allt. “ „Jón, Jón!“ sagði Margrjet og iagði hendurnar um hálsinn á honum, „hvað áttu við með þessu áð bjblían sje eips og jeg? Hvað sjerðu núna?“ L

x

Vekjarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.