Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 10
10
Skilurðu mig ekki góða? Þú ert alt öðru vísi
en fólkið mitt. Það sagði allt af: „farðu,“ en þú
segir ailt af: „komdu!" Og nú sje jeg að þú hefur
lært það af biblíunni. —
Mjer þykir vænt um þá bók núna.“
„KLsku Jón, sagði Margrjet með gleðitár í aug-
unum. „Petta er ekki það eina „kom“ i guðs orði.
Þar stendur alstaðar „kom“. Við skulum nú gæta
að“.
Hún þurfti ekki að ieita lengi, hún var ekki
ókunnug ritningunni.
„Líttu á Jón!“ — Það var Jesajas 55.
„Heyrið allirþjer, sem þystir eruð, Iiomið hingað
til vatnsins, og þjer, sem ekkert silfur eigið; komið,
kaupið korn og etið. Komið, kaupið korn án silfurs
og endurgjaldslaust bæði vín og mjólk!“
Svo sýndi hún honum Jóh. 7:
„Ef nokkum þystir, hann komi t.il mín og
drekki." Lúk 14.: „Komið því nú er allt til reiðu“
og Opinb. 22.: Andinn og brúðurin segja: „Kom
þú. Sá, sem þetta heyrir hann segir: Kom þú.
Sá, sem þyrstur er, hann komi; hver, sem vill, taki
gefins lífsins vatn!“
„Kn hjerna er þó það allra bezta „kom.“ Lít.tu
á, Jón.“ Hún fletti upp Matt. 25.
„Komið þjer ástvinir míns föðurs og eignizt
það ríki, sem yður var fyrirbúið frá upphafi ver-
aldar." „Pað stendur alstaðar „kom,“ góði minn.“
Nú hefur Margrjot verið mörg ár á liimnum