Vekjarinn - 01.06.1903, Page 14

Vekjarinn - 01.06.1903, Page 14
Misskilning’ur. Fjöldi manna draga sjálfa sig á tálar í andleg- um efnum. Margir vona að þeir verði hólpnir af því að þeir „gjöri ekkert illt. * Þeir setja reyndar kröfurnar æði lágt, og gjöri þeir einhverjum greiða, geta þeir varla um annnað hugsað en hvílíkir „gæða- menn“ þeir sjeu. Sumir segja líka: „Jeg gjöri eiginlega hvorki gott nje illt, jeg er hjer út af fyrir mig, er ekki í vegi fyrir neinum og gjöri ekki flugu mein hvað þá heldur nokkrum manni. Það væri skrítið ef jeg yrði ekki hólpinn." Talmage, ræðumaðurinn nafnkunni, segir frá þessu atviki: „Vinur minn var á gangi upp í sveit og þurfti að fara yfir járnbraut. Um leið og hann fór þar um, sá hann mann sitja á teinunum. „Jeg ílýtti mjer til hans,“ sagði hann, og bað hann að ílýta sjer burtu, hann væri í mikilli hættu, því að hraðlestin kæmi að vörmu spori. Maðurinn hreyfði sig ekki og jeg þóttist sjá að hann mundi ve'ra heyrnarlaus. Jeg tók í handlegg hans og reyndi að draga hann með mjer og benti á teinana, en allt varð árangurslaust, hann var sterkari en jeg og hrópaði bálreiður: „Þvi getið þjer ekki sjeð mig í friði. Jeg gjöri engum mein og er ekkert fyrir yður. Jeg hef ekk- ert gjört á hlufa yðar og sat hjer alvog aðgjörðalaus þangað til þjer rjeðust á mig.“ í sama bili heyrði jeg skröltið í hraðlestinni,

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.