Vekjarinn - 01.06.1903, Page 20

Vekjarinn - 01.06.1903, Page 20
Presturinn og vantrdarmaðurinn. Það vai' œði votviðrasamt í byrjun jólaföst- unnar og strætisljósin báru daufa birtu á kveldin. Þetta kveld rigndi venjufremur mikið en þó að klukk- an væri orðin 11, var þó margt manna á ferð, flestir komu þeir úr leikhúsum og gildaskálum. Meðal annara gekk hár maður unglegur eptir Austurstræti. Hann var lítið eitt lotinn í herðum og hafði hendurnar í frakkavösunum. Auðsjeð var að liann hafði ekki verið að skemta sjer. Hann var rnjög þreyttur að sjá, tekinn í andliti og mjög alvarlegur nærri þvi harðneskjulegur á svip. Hann hjelt áfrain nokkrar hiiðargötur og nam staðar við fátæklegt hús. Um leið og hann stakk lyklinum í skrána, sagði hann við sjálfan sig: „Þá er jeg þó loksins kominn héim.“ „Reiðist mjer ekki herra prestur, en mig langar til að tala við yður,“ heyrði hann sagt með barns rödd rjett hjá sjer. Hann leit við hissa; 10 eða 12 ára gömul stúlka fátækiega klædd stóð fyrir aptan hann og horfði með bænaraugum á hann. Unglegi maðurinn horfði fast á hana; strætisljósið skein beint í andlit hennar og hann sá að út úr því skein svo mikil sorg og kvíði, að hanri kenndi þegar í brjósti um hana og spurði vingjarnlega: „Hvað viit þú mjer barnið mitt?“ „Yiljið þjer ekki konui heim með mjer? Pabbi er svo veikur, jeg held hann fari að deyja, en hann 19 svo æstur og talar svo voðalega, ef að hann deyr

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.