Vekjarinn - 01.06.1903, Page 23
23
lega í kiingum sig. Þegar hann kom auga á prest-
inn, reis hann upp með leiftrandi augum og hrópaði
æðislega: “
„Hvaða erindi eigið hjer? Farið þjer út. Getið
þjer ekki lofað mjer að deyja í friði? Ef þjer farið
ekki strax, þá skal jeg.“ — — Hann kreppti hnef-
ann, augun ætluðu alveg út úr höfðinu og hann
gjörði tilraun til að stökkva fram úr rúminu.
Litla stúlkan fór að hágráta og hljóp til föður
síns, en presturinn vjek henni hægt til hiiðar, greip
um handlegg sjúklingsins og ýtti honurn með hinni
hendinni aptur á bak niður á koddann. frjóskan
og bræðin skein út úr augum sjúklingsins, en prest-
urinn horfði fast og rólega á móti, og við það sefaðist
hann brátt. Hann var eins og villidýr, sem verður
að lúta vilja dýratemjarans; hann reyndi að horfa
i aðra átt, en það var eins og hann gæti ekki horft
annað en í augu prestsins.
„Yður skjátlast," sagði presturinn rólega. „Jeg
ætla ekki að gjöra yður neitt illt. Jeg vil feginn
verða yður að liði, ef jeg get.“
Sjúklingurinn hló kaldahlátur.
„Þjer ætlið að verða mjer að liði! Pað er senni-
legt! Farið þjer, jeg hata yður! — Mjer er ekki
eins illa við nokkurn mann í veröldinni eins og
við yður!“
„Því hatið þjer mig?“ Hann horfði enn þá
stöðugt í augu sjúldingssins, og það var eins og
augnatilit hans neyddi hann til að segja satt.
(,Hvers yegna! — Af þvj að þjer hafið vakið