Vekjarinn - 01.06.1903, Page 30

Vekjarinn - 01.06.1903, Page 30
30 „Jeg get ekki annað en sagt einhverjum frá náð Drottins," hugsaði hann með sjer og eptir langa íhugun, fann hann ráð tii þess. Rúmið hans stóð undir glugga og hann gat opnað giuggann fyrirhafnarlítið. Hann var sjer nú úti um pappír og blýant, skar pappírinn í smáblöð og á hvert blað skrifaði hann eina eða tvær ritningar- greinar, ogutanáþað: „Til einlivers, sem gengur fram lijá. Góði, lestu blaðið,“ og fleygði því svo út um gluggann niður á götuna, en fyrst bað hann guð að blessa blaðið og láta það komast í hendur ein- hvers, sem hefði gagn af því. Hann hjelt þessu áfram vikum saman. Eitt kvöld kom hár og velbúinn ókunnugur maður inn til hans, settist við rúm hans og sagði vingjarnlega: „Það ert þá þú sem fleygir pappírsmiðum með ritningarstöðum niður á götuna?" „Jú,“ svaraði Tomas glaðlega og spurði óðar: „Haflð þjer heyrt að nokkur hafi hirt blöðin rnín?“ „Já, ekki að eins einn heldur margir, góði minn. Þjer þykir það hklega ótrúlegt að jeg fann einn mið- ann í gærkveldi og hann varð mjer til blessunar fyrir Guðs náð.“ „Guðs náð getur komið miklu til leiðar," svar- aði Tómás auðmjúkur. „Nú er jeg kominn Lil að þakka þjer fyrir.“ „Þjer megið ekki þakka mjer það. Jeg gjöri okki annað en skrifa upp orðin. Hann leggur til kraptinn og blessunina." „Yeitir þetta starf fyrir Jesúm þjer gleði?“

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.