Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 3
HYPATIÁ. Eftir Charles Kingsley. FYRSTI KAPITULI. Klaustrið Lára. Árið 413 eftir kristnu "tímatali sat ung- ur munkur, Fílammon að nafni, á brún á roksandsöldu upp í eyðimörkinni, hér um bil 300 mílur fyrir ofan Alexandríu. Sandeyðimörkin breiddist út að baki honum. Dauðaleg, óend- anleg rann hún saman við himininn í fjarska. Fyrir fótum hans rann og sitraði sandurinn í gulum lækjum eftir klettaskorum og undan brekkunum eða hringaðist í hvirfilstólpum und- an andvaranum og barst í ýmsar áttir. Fyrir fótum hans var dalverpi með klettabeltum beggja vegna; voru þar í hjöllunum grafhellar, stór- fenglegar grjótnámur með hálfgerðum óbelisk- um (steinstöplum), og lágu þeir þar eins og verkamennirnir höfðu skilið við þá fyrir mörg- um öldum. Sandurinn rann í kringum þá. Al- staðar var þar kyrð og dauðaþögn. — Pað voru grafarmörk dauðrar þjóðar í dauðu Iandi. Parna sat hann nú hugsandi, fjörugur og fríður, ung- ur og heilsuhraustur-Apoleon í eyðimörku. Sneplótt sauðargæra var einu fötin hans, og var hún fest með leðurreipi um lendar honum. Pað glampaði í sólskininu á síðu hárlokkana hans svörtu. Þá hafði aldrei járn snert síðan í barnæsku hans. Péttur skegghýjungur var kominn á vangana og hökuna, og boðaði karl- menskuþrótt hans. Hendur hans og útlimir voru sólbrend og sinaber, og báru vott um að hann hefði vanist stritvinnu. Eldsnör augun og þungu brýrnar lýstu ofurhuga og ástríðum, heituímynd- N. Kv. VI. 1. unarafli og hugsanalífi, sem ekki gat neytt sín til hálfs á slíkum stað. Hvað átti þessi ungi, ágæti maður að gera hér innan um dauðra manna leiði? Hann strauk hendinni um ennið, eins og hann væri að sópa frá sér einhverjum þess- konar hugsunum. Svo stóð hann upp, blés önd- inni mæðilega og gekk eftir klöppunum. Hann leit ofan í hvern skorning og hverja gjótu — hann var að safna eldiviði handa klaustrinu, sem hann átti heima í. Eldiviður þessi var smávaxið sandakjarr og kubbar, sem fundust í gömlum grjótnámum og rústum. Varð altaf minna og minna um það í grend við Láraklaustrið, þar sem Pembó frá Sketis var ábóti, enda var Fílammon kominn lengra burtu frá klaustrinu, en hann hafði nokk- urntíma áður komið, áður en hann hafði feng- ið svo mikið sem nægði til dagsins. Alt í einu rakst hann á nýja sjón við bugðu á dalverpinu. Pað var hof, múrað í sandsteins- klöppina, og var í því sléttur steinpallur, þak- inn timbri og skemdum áhöldum. Hingað og þangað lá skinin hauskúpa í sandinum, ef til vill af einhverjum verkamönnum, sem drepnir höfðu verið þar við vinnu sína á þessum styrj- aldartímum til forna. Ábótinn, andlegur faðir Fílammons, og meira, því að hann hafði verið honum sem faðir, síðan hann kom til Láru, og lengra mundi hann ekki til, hafði bannað hon- um strengilega að koma nærri neinum slíkum leifum af fornri goðadýrkun. En þarna lá breið- ur vegur ofan af hálendinu niður á bergpallinn. og þessar miklu eldiviðarbirgðir þarna voru of 1

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.