Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 19
OAMLA HÚSIÐ.
17
sagði organleikarinn, annað eins hugsunarleysi
og kom fram hjá þér um þessar mundir, getur
leitt til hvers sem vera skal. Annars er mér ó-
skiljanlegt, hvernig þú ert orðinn, síðan þú
varzt sjálfs þíns húsbóndi. Áður varstu fjör-
ugur, glaðlegur og ánægður, og hafðir stöðugt
eitthvað fyrir stafni, sem þú hafðir áhuga á, en
síðan þú settist að hér í þessum gamla kastala
siturðu stöðugt inni niðurdreginn, án þess að
hafa nokkuð teljandi fyrir stafni. Varla er hægt
að draga úr þér orð, svo þunglyndur ertu orð-
inn. Hér hangirðu í þessu herbergi allan dag-
inn eins og dauðveikur hænuungi. Einhver
skollinn gengur að þér, og eg vil ráða þér til
þess að segja mér það skýrt og greinilega, eins
og það er. F*ú sagðir áðan, að þér Ieiddist líf-
ið, að þú værir óhamingjusamur, og fleira þess
kyns mas fórstu með. Þetta er sama og þú
segðir, að þú værir ástfanginn. Og hvaða ógæfa
er það í raun og veru? Biddu bara stúlkurnar
í hamingjunnar nafni. Eg sætti mig við að mér
verði offrað á altari ástarinnar, geti það orðið
til þess að þú lifnir við aftur.«
»Hefurðu talað út?« spurði Lynge og tog-
aði í skegg sitt með beiskjubrosi.
»Já, í bráðina.«
Húsráðandinn fór aftur að ganga um gólf, og
vinur hans sá, að hann var kominn í allmikla
geðshræringu, þó hann mundi ekki vera reið-
ur við sig. Eftir litla stund settist hann aftur
niður við borðið, dró fram eina skúffuna og tók
úr henni Iitla mynd og rétti organleikaranum.
»F*etta er hún,« sagði hann.
»Einmitt það,« sagði Busk, og fóraðvirða
fyrir sér brjóstmynd af allrafallegustu stúlku.
•F’etta grunaði mig að einhver blómarósin væri
með í leiknum..En þú kant líka að velja, gamli
vinur, ef þessir ljósu lokkar og gæðasvipurinn
á andliti stúlkunnar skrökva ekki, þá get eg
sannarlega óskað þér til hamingju af heilum
hug,« sagði organleikarinn og horfði stöðugt á
myndina, »já, þetta er sannarlega sú fallegasta
stúlkumynd, sem eg hef séð, og hinn hreini
og góðmannlegi svipur hennar skrökvar ekki.«
»Hann iýgur samt sem áður,« greip Lynge
fram í og hrifsaðí myndina af vini sínum og
kastaði henni ofan í skúffuna. »AIt var tál frá
byrjun til enda, skaparinn veit að það var tál,
og hamingjunni sé lof að eg komst að því
nógu snemma. Lamandi, kveljandi tál alt saman.«
Hann tók upp aftur síðustu setninguna
hvað eftir annað, en andlit hans lýsti gremju
og sársauka, og hann fór aftur að ganga um
gólf með hraða. »F’ú hefðir átt að þekkjahana,«
sagði hann ennfremur, »og sjá, hversu hún var
aðlaðandi, hún var og ágætlega aðlaðandi til
að ávinna sér traust og tiltrú. Hreinleiki sálar-
innar lýsti sér í augum hennar, þýðleiki og
blíða í málrómnum, og yndisþokki og fegurð
í öllum hreyfingum hennar, og myndin, sem eg
sýndi þér, mundi þér hafa þótt léleg líking og
eigi nema svipur hjá sjón. En nú hefir dimt
ský dregið fyrir alla þessa fegurð, fegurð, sem
geymdi tál og kvikleik.«
»Eru nú dómar þínir á nokkrum rökum
bygðir? Mundu eftir að ástfangnir menn eru
oft ekki með öllum mjalla.«
»Eg dæmi eftir því, sem eg hefi sjálfur séð,«
svaraði ungi maðurinn dálítið gæfari, »og mér
er fullljóst, að mér hefir ekki missýnst, því er
nú ver og miður .... F’að var úti í Strand-
höfn sem eg hitti hana. F’ú manst, að eg var
verkstjóri þar í þrjá mánuði áður en faðir minn
andaðist, og hún var þar þá kenslukona. Hún
hafði mist báða foreldra sína árið áður, og
kammerráðshjónin fóru með hana eins og hún
væri barnið þeirra. Eins og þú veist, á kammer-
ráð Möller Strandhöfn og hefir þar stórbú,
þau eiga þrjú börn kammerráðshjónin, og þeim
átti hún að segja til. Börnunum þótti ákaflega
vænt um hana, og yfir höfuð var hún geðþekk
öllu heimilisfólkinu og öllum þótti vænt um
hana.«
»Hvað hét hún?«
»EmiIía Herlöv, en vanalega var hún nefnd
Emilía. Eins og hún hafði unnið allra hylli á
hemilinu, svo ávann hún sér velvild allra í ná-
grenninu sem kyntust henni. Kerlingarnar í kot-
unum í kring hrósuðu henni á hvert reipi. F*að
var fegurð hennar og hin þýða framkoma, sem
3