Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 9
HYPATIA.
7
jons (svo nefndist þar heimspekingaskólinn
mikli). Par voru málverka- og standmynda-
söfnin, borðsalir og lestrarsalir. Stór armur
geymdi bókhlöðuna miklu, sem konungarEgyfta
höfðu stofnað. Hún eyddist að vísu mjög þeg-
ar Sesar sat um borgina, en samt voru þár
fjögur hundruð þúsund bindi handrita. Parna
gnæfði það, þetta mikla veraldarfurðuverk, og
bar hvítt þakið við bláan himininn. Bak við
það sá til sjávar út á milli stórhýsanna.
Herbergið var búið eftir hreinu, grísku sniði,
en guðamyndirnar og málverkin a veggjunum
voru heldur gamaldagsleg. En alt bar það með
sér hvíldar- og friðarblæ, þrátt fyrir eldheitt
sólskinið, sem lagði þar inn um flugnanetin,
sem þanin voru í gluggana. Hvorki var þar
ofn né gólfábreiða; einu húsgögnin voru legu-
bekkur, borð og hægindastóll, með yndislega
fögru lagi og smíði.
En hver af oss, sem hefði komið þar inn,
hefði vafalaust gleymt að líta eftir húsgögnun-
um eða útsýninni; því þar inni var ein vera,
sem alt hitt varð að hverfa fyrir. Kona ein sat
þar í hægindastólnum, nálægt því hálfþrítug
að aldri, og var að lesa í handriti, sem lá þar
á borðinu. Pað var auðséð, að hér var gyðja
salar þessa. Hún var klædd einföldun búningi
með fornlegu, íónsku sniði; náði kyrtillinn upp
í háls og niður á ristar. Ekkert skraut var á
kyrtlinum, nema tvær mjóar purpurarandir að
framan; náðu þær niður í gegn og sýndu, að
konan hafði rómverskan borgararétt. Hún bar
gullsaumaða skó og gullneti var sveipað um
hárið frá enni og niður á háls; var örðugt að
greina netið frá hárinu, svo var hárið fagurt;
andlit hennar, herðar og fætur voru eins og á
fegurstu forngrískum líkneskjum; beinalagið
var sterklegt, og löguðust vöðvarnir, þriflegir,
þéttir og stæltir, að þeim, svo hvergi voru lýti
á. Slíka líkamsfegurð má aðeins fá með tíðum
böðum, fimleikum og smurningum. Oss hefði
ef til vill þótt heldur mikill sorgarblær yfir
augunum, heldur mikill þótti í dráttunum, sem
lágu um varirnar, og einhver tilgerð í því,
hvernig hún sat, á meðan hún var að lesa.
En yndisþokki sá og fegurð, sem birtist í öllu
andlitinu og limalaginu, hefði óðara numið það
í burtu, og oss hefði fundizt, að snildarleg
standmynd af Aþenu væri orðin þarna lifandi
frammi fyrir oss.
Hún leit upp úr handritinu og horfði kaf-
rjóð út í garðinn; alt andlitið var sveipað
fagnaðarljóma. En svo brá fyrir aftur ótta og
óbeit, því hún sá þá kengbogna og skorpna
Gyðingakerlingu við múrinn á móti; kerling
þessi var klædd undarlegum búningi með í-
burðarmiklu skarti og undarlegu sniði — og
horfði fast á konuna.
»Hvað er þessi hrokkinskinna að ofsækja
mig? Eg sé hana alstaðar nema núna seinasta
mánuðinn — og nú er hún komin hér aftur.
Eg skal biðja landstjórann að hafa upp á henni
og reka hana í burtu, áður en hún setur mig
í álögur með illum augum. Guðunum séu þakkir
— hún er að fara. En hvaða heimska er þetta í
mér. Eins og eg, heimspekingurinn, ætti að
trúa á ill augu og álögur! En þarna er hann
faðir minn að ganga um gólf í bókhlöðunni.«
Oðara en hún hafði slept orðinu, kom fað-
ir hennar inn í herbergið til hennar. Hann var
grískur, en meira nýtízkusnið á honum en henni.
Hann var dökkur á hár og eldfjörugur, þekki-
legur og spengilegur. Hann var limagrannur
og heldur magur af miklum vísindaiðkunum,
og átti vel við hann spekingskápan, sem hann
bar, sem vott köllunar sinnar. Hann gekk óþol-
inmóðlega um gólf, og arnhvöss augun flugu
um alt; honum var órótt af þungum hugsunum,
»Seztu niður, kæri faðir, og borðaðu,« mælti
konan, »þú hefir enn ekki snert mat í dag.«
»Hvað hirði eg um mat? Pað verður að
finna orð um það, sem ekki verður í orðum
sagt, — eg verð að gera það, hvað sem kostar.
Hvernig getur sá, sem er fyrir ofan stjörnurnar,
beygt sig ofan til jarðarinnar á hverri stundu
sem er?«
»Já,« sagði hún, og var hálfsár, »hann vildi
nú líklega helzt að við gætum lifað matarlaus,
svo við stæðum jafnfætis hinum ódauðlegu
guðum. En á meðan við erum fangar í líkama-