Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 8
6 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sveinn minn vildi engin aðvörunarorð heyra. Girndir æskunnar og svall og vélar hirðlífsins létu hærra í eyrum en aðvarandi rödd guðs. Rá misti eg alla von. Eg bað ekki lengur fyr- ir hinni ágætu borg, því eg vissi að dómur hennar var feldur. Og eg flúði burtu um nótt og faldi mig hér úti á eyðimörkinni, til þess að bíða hér heimsslitanna. Og vilt þú nú fara út í hann, þenna heim, sein eg flúði úr?« »Ef komið er að uppskerunni, þá þarf drottinn verkamenn,® svaraði Fílammon. »Ef tímarnir eru voðalegir, þá þarf að binda enda á þann voða. Sendið mig bnrtu, til þess að eg standi þar, sem mér ber að standa á þeim degi, þegar eg á að standa fremstur í röð í fylkingu drottins.« »Röddu drottins ber að hlýða. Rú skait fara. Hér eru bréf til Kýrillusar patríarka. Hann mun elska þig mín vegna, og þín vegna líka — að eg vona. Við sleppum þér nauðungar- Iaust, svo þú farir setn að eigin vild. Ábótinn og eg höfum lengi haft auga á þér, því að við vissum, að drottinn þarf annarstaðar að h'alda á mönnum eins og þér. Far þú — og guð sé með þér. Sækstu ekki eftir gulli og silfri mannanna. Ettu ekki ket, drektu ekki vín, heldur lifðu eins og þú hefur gert hingað til. Hræðstu ekki andlit manna, en horfðu ekki í andlit kvenna. Á ógæfusamlegri stundu eru þær til orðnar, þessar mæður allrar ógæfu, sem eg hef séð undir sólunni. Komdu, ábót- inn bíður okkar við hliðið.« Fílammon grét af gleði, undrun, hrygð og jafnvel ótta, og hikaði við. »Nei, komdu. Ekki skaltu kvelja bræður þína og sjálfan þig með löngum kveðjum. Sæktu vikuforða út í skemmuna af þurkuðum döðlum og hirsi. Papýrusbáturinn er ferðbúinn. Farðu upp í hann. Pegar þú hefur róið fimm dagleiðir, þá spurðu eftir mynninu á Alexandr- íukvíslinni. Pegar þú ert kominn til Alexandríu, getur hver munkur vísað þér til erkibiskups- ins. Láttu einhvern helgan mánn segja okkur, hvernig þér líður. Komdu.« Svo gengu þeir þegjandi ofan eftir gljúfr- inu og ofan að fljólinu. Par var Pembó fyrir. Pað skein á ullhvítt hár hans í tunglsljósinu, meðan hann var að ýta fram bátnum. Fítamm- on féll grátandi báðum gömlu mönnunum til fóta og bað þá fyrirgefningar og blessunar þeirra. »Við höfum ekkert að fyrirgefa,« sögðu þeir. »Fylgdu innri köllun þinni. Sé hún af holdinu, mun það þér í koll koma — sé hún af andanum — hví skyldum vér þá berjast á móti guðs ráðstöfun. Far heill.« Fám mínútum síðar rann báturinn með Fílammon eftir ánni í gullfögru sumarkvöld- rökkrinu. Fám mínútum síðar skall á suður- landanóttin, og kalt tunglsljósið varpaði fölum Ijóma á ána og gömlu mennina báða, sem lágu á knébeði eins og börn, studdu höfðun- um hver á annars öxl og báðu brennandi bæn- um fyrir hinu horfna eftirlætisbarni elli þeirra. ANNAR KAPÍTULI. Heimur í andarslitrum. Á efsta Iofti í húsi einu í Músejonsstræti í Alexandríu var herbergi eitt lítið, útbúið í fornaþensku sniði. En þó var þar varla ein- göngu gengist fyrir kyrðinni, þó hátt væri. Að vísu heyrðist þangað lítið af mælgi og þjarki ambáttanna, sem héldu til undir súlna- göngum kvennagarðsins að sunnanverðu, en vagnaskrölt og liávaði barst þangað utan af strætinu, og öskur og óhljóð úr dýrabúri, sem var hinumegin strætisins. Yndisleiki herbergis- ins lá ef til vill mest í útsýninu út yfir Múse- jonsgarðana með öllum blómreitunum, runn- unum, gosbrunnunum, myndastyttunum, göng- unum og skotunum, sem höfðu hlustað á spek- ingana og skáldin í Alexandríu nærfelt sjö hundruð ár. Skóli eftir skóla höfðu þeir safn- ast þangað og kent og ort undir platan- og kastaníutrjánum, fíkju- og pálmaviðunum. Stað- urinn var gagnvökvaður af öllum auði grískra hugsana og söngva. Vinstra megin garðsins var austurhlið Múse-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1912)
https://timarit.is/issue/310737

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1912)

Aðgerðir: