Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1912, Blaðsíða 7
HYPATIA. 5 Hann var aldrei hýddur, aldrei ámintur; þess hefur ilíklega aldrei þurft með. Hann var ráðu- nautur ábótans í öllum stórræðum, er fyrir komu. Og nú fór ábótinn að finna hann. Hann sat þar langa stund á hljóðskrafi við Afúgus. Svo heyrðist frá klefanum lítill hávaði, líkt eins og þeir væru að biðjast fyrir með þungum grát- ekka. Og allir bræðurnir beygðu höfuð sín og og báðu guð að Ieiða alt á bezla veg. Fíl- ammon lá altaf á knébeði, og var þungt um hjarta. »Hjartað þekkir eigin beiskju sína, og aðrir blandast ekki inn í gleði þess,« tautaði hann, um leið og hann féll fram. Loksins kom Pembó aftur, hægt og stilli- lega, eins og þegar hann fór; hann settist nið- ur í kofa sínum og mælti til Fílammons: »Og sá yngri sagði: »Lát mig fá þann hluta fjárins, sem mér ber.« .... og hann ferðaðist í fjarlægt land og sóaði fé sínu í ó- hófssömum lifnaði.* Pú skalt fara—en komdu fyrst með mér og talaðu við Áfúgus.* Fílammon elskaði Áfúgus eins og aðrir. Pembó lét hann einan eftir með honum, og og var þá Fílammon hvergi hræddur að ausa út fyrir honum hjarta sínu. Hann tálaði íengi og af miklum ákafa, og svaraði djarft hinum mildu spurningum hins gamla manns; þær voru bornar fram harðneskjulaust og mjúklega, þekki- lega, ljúflega, stundum nærri gletnislega, og þó lá djúp undiralda sorgar og raunar undir svör- ura hans. Hann Iyfti þýðlega hendinni, strauk mjúklega hárið frá enni hans, horfði blíðlega inn í augun í honum langa hríð: =»Og þig langar til að sjá heiminn, aumingja heimskinginn. Langar þig til að sjá heiminn?« »Mig langar til að snúa heiminum til sannr- ar trúar.« »Þá verður þú fyrst að læra að þekkja hann. En á eg að segja þér, hvernig hann er, þessi heimur, sem þú heldur að sé svo létt að snúa til sannrar trúar? Hér sit eg, fátækur, umkomulaus, gamall munkur og bíð dauða míns, fasta og bið um, að guð verði líknsam- ur sálu minni. En þú veist ekki, hvernig eg hef séð heiminn — annars yrðir þú feginn að vera kyr til æfiloka. Eg var Arsenius . . . . en hvað eg get nú verið hégómlegur. Pú hef- ur aldrei heyrt nafns míns getið, en þó hvísl- uðu drotningarnar um það sín á milli og fölnuðu. Alt — alt er hégómi. og jafnvel keis- arinn sjálfur, sem hálf veröldin skalf af ótta fyrir — hann titraði fyrir reiði minni. Eg var kennari Arkadíusar keisara.« »Keisara í Býsantz (Miklagarði)?« »Alveg rétt, sonur minn, og þar sá eg þenna heim, sem þú girnist að sjá. Og hvað sá eg? Alveg það sama, sem þú munt sjá. Geldingarnir eru kúgarar þeirra sem yfir þeim eiga að drotna. Biskupar kyssa á fætur föður- morðingja og lauslætiskvenna, heilagir menn rífa hver annan í sundur út af einu orði, þeg- ar syndugir menn siga þeim saman. Lygar- arnir fá verðlaun fyrir lygar sínar og hræsnar- arnir hæla sér af yfirdrengskap sínum. Fjöld- inn er seldur og drepinn niður fyrir vonzku, dutlunga og hégómadýrð fáeinna manna. Peir sem rupla hina fátæku, verða aftur ruplaðir af öðrum blóðvörgum, þeim enn verri. Alt sem er breytt til batnaðar, snýst í hneyksli. Hvert líknarverk verður orsök til nýrra hryðjuverka. Ef einn djöfull er útrekinn, kemur hann óðara aftur með sjö djöfla sér verri. Fláttskapur og eigingirni, þrjózka og ólifnaður togast á um völdin — Satan togast á við Satan sjálfan í einni botnlausri bendu, alt ífrá keisaranum, sem hórast í keisarastólnum og til þrælsins, sem liggur bolvandi að fótum hans. Dagur drott- ins er í nánd, hann kemur eins og glötunar- flóð yfir þessa öld. Allar hendur verða þá máttvana, og öll hjörtu mannanna hugstola. Otti, angist og örvænting þjáir þá, og þeir kvíða, eins og jóðsjúk kona. Pá hræðist hver annan. Eg hef lengi séð þetta fyrir. Ár eftir ár hef eg séð það þokast nær, eins og hvirf- ilvind í eyðimörku, og gleypa þjóðirnar eins og sandöldurnar gleypa kaupmannalestirnar— þetta svarta syndaflóð þussaþjóðanna að norðan. Eg hef sagt það fyrir". Eg hef beðið um að það yrði ekki af því. En bænum mínum var eng- inn gaumur geíinr.. Eg hefi aðvarað, en læri-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.